Vikan


Vikan - 18.04.2000, Síða 40

Vikan - 18.04.2000, Síða 40
_Prjonað úr Smart 100 % ull (superwash) ]liT SAMFESTINGUR 0G HÚFA Upplýsingar um hvar Tinnu-garniö fæst í síma 565-4610. (1/2) 1 (2) 4 ára Stærðir á flíkinni sjálfri: Yfirvídd: (66) 74 (81) 88 sm. Sídd: (55) 62 (70) 80 sm. Skálmar: (18) 22 (26) 32 sm. Ermasídd: (16) 20 (24) 28 sm. SMAR1100% Ull Fjöldi af dokkum I samfesting og húfu: Grátt nr. 805/1042: (8) 9 (10) 11 Blátt nr. 5846:1 í allar stærðir og 1 í húfuna. Einnig er hægt að nota Peer Gynt. ADDI prjónar frá Tinnu. Við mælum með Bambus prjónum. 50 sm hringprjónar og sokkaprjónar nr. 2,5 og 3,5. Gott að eiga: Merkihringi, kaðlaprjón, prjónanælur, prjónamál, þvottamerki fyrir SMART. Fylgihlutir: Rennilás í réttri lengd. Prjónfesta á SMART: 22 lykkjur með sléttu prjóni á prjóna nr. 3,5 = 10 sm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. SAMFESTINGUR: Byrjið neðst á annarri skálminni og fitjið upp með bláu á prjóna nr. 2,5 (42) 46 (48) 50 lykkjur. Prjón- ið stroff, eina slétta og eina brugðna lykkju í hring í (6) 6,5 (7) 7,5 sm. Skiptið yfir í grátt garn og prjón- ið einn hring sléttan og síðan áfram eina slétta og eina brugðna lykkju þar til stroffið mælist (8) 9 (10) 11 sm. Prjónið síðan einn hring sléttan og auk- ið jafnframt í (39) 41 (45) 49 lykkjur meðjöfnu milli- bili = (81) 87 (93) 99 lykkjur. Skiptið yfir á prjóna nr. 3,5.1 næstu umferð er prjónað tvöfalt perluprjón yfir (9) 10 (11) 12 lykkjur, kaðall yfir 20 lykkjur, (22) 26 (30) 34 lykkjur tvöfalt perluprjón, kaðall yfir 20 lykkjur, perluprjón yfir (9) 10 (11) 12 lykkjur, 1 brugðin = merkilykkja. Haldið áfram að prjóna á þennan hátt og aukið jafnframt í eina lykkju sitt hvorum megin við brugðnu merkilykkjuna með (1) 1 (1,5) 1,5 sm millibili. Prjónið nýju lykkjurnar með tvöföldu perluprjóni, í allt (103) 111 (119) 127 lykkjur. Þegar skálmin hefur náð fullri sídd (brettið bláa hluta stroffsins tvöfaldan inn á röng- una þegar mælt er) eru lykkjurnar settar á nælu. Prjónið hina skálmina á sama hátt. Setjið báðar skálmarnar á hringprjón. Passið að önnur merkilykkjan lendi í miðjunni aðframan og hin í miðjunni að aftan = (206) 222 (238) 254 lykkj- ur. Prjónið í hring og haldið áfram að prjóna tvö- falt perluprjón og kaðla eins og áður. Fellið af eina lykkju sitt hvorum megin við merkilykkjuna bæði að framan og aftan á öðrum hverjum prjóni 8 sinn- um = (174) 190 (206) 222 lykkjur. Á næsta prjóni eru 3 lykkjur í miðjunni að framan teknar úr = merkilykkjan og 1 lykkja sitt hvorum megin við hana = (171) 187 (203) 219 lykkjur. Haldið áfram og prjónið nú fram og til baka og prjónið fyrstu og síðustu lykkju slétta bæði á réttunni og röngunni = kantlykkja. Merkilykkjan að aftan er prjónuð inn í munstrið með tvöföldu perluprjóni. Þegar stykk- ið mælist (23) 24 (26) 28 sm frá skrefi er sett merki í hvora hlið með (42) 46 (50) 54 lykkjur á hvoru framstykki og (87) 95 (103) 111 lykkjur á bakstykkinu. Prjónið hvert stykki fyrir sig. Bakstykki: Haldið áfram að prjóna tvöfalt perlu- prjón og kaðla. Þegar stykkið mælist (14) 16 (18) 20 sm frá skiptingunni í hliðunum erfellt af. Fellið af 6 lykkjur með jöfnu millibili yfir köðlunum. Framstykki: Eru prjónuð eins og bakstykkið, þegar þau mælast (9) 10 (12) 14 sm er fellt úr fyrir hálsmálinu á öðrum hverjum prjón: (5,3,2,1,1) 5,3,2,1,1,1 (6,3,2,1,1,1) 6,3,2,2,1,1 lykkja = (30) 33 (36) 39 lykkjur. Fellið af þegar stykkin hafa náð sömu lengd og bakstykkið. Fellið af 6 lykkjur með jöfnu bili yfir köðlunum. Ermar: Fitjið upp með bláu á prjóna nr. 2,5 (34) 36 (38) 40 lykkjur. Prjónið stroff eins og neðan á skálmunum. Prjónið síðan einn hring með sléttu prjóni og aukið í (16) 18 (20) 20 lykkjur með jöfnu millibili = (50) 54 (58) 60 lykkjur. Skiptið yfir á prjóna nr. 3,5 og prjónið nú tvöfalt perluprjón. Síð- asta lykkjan í umferðinni er alltaf prjónuð brugðin og sitt hvorum megin við hana er aukin út ein lykkja með 1,5 sm millibili í allt 10 sinnum = (62) 72 (80) 88 lykkjur. Þegar ermin hefur náð fullri lengd er fellt af. Blái hluti stroffsins er brotinn tvöfaldur inn á rönguna áður en mælt er. Frágangur: Saumið saman á öxlunum. Brjótið bláa hluta stroffsins tvöfaldan inn á rönguna á skálmum og ermum og saumið fast. Hálslfning: Prjómð upp meðfram hálsmálinu með gráum lit á prjóna nr. 2,5 u.þ.b. 5 lykkjur á hverja 2 sm. Prjónið 1 slétta og eina brugðna lykkju fram og til baka. Eftir (2) 2,5 (2,5) 3 sm er prjóna- ður einn prjónn sléttur á réttunni með bláu. Hald- ið áfram með bláu og prjónið stroff þar til hálslín- ingin mælist (8) 9 (9) 10 sm. Fellið af. Brjótið bláa hlutann tvöfaldan inn á rönguna og saumið fast- an. LÍStí: Prjónið upp frá réttunni meðfram fram- stykkjunum með bláu garni og prjónum nr. 2,5 u.þ.b. 5 lykkjur á hverja 2 sm. Prjónið 1. prjón slétt- an á réttunni. Haldið áfram og prjónið 1 slétta og 1 brugðna lykkju fram og til baka þar til listinn mælist 2 sm. Brjótið hann tvöfaldan inn á röng- unaog saumiðfastan. Saumið rennilásinn í þannig að hann liggi undir listanum. Saumið ermarnar í. Saumið þvottamerki fyrir SMART inn í samfest- inginn. HÚFA: Fitjið upp með bláu á prjóna nr. 2,5 (96) 102 (108) 114 lykkjur. Prjónið 1 slétta og eina brugðna lykkju í hring í (6) 7 (8) 9 sm. Skiptið yfir á prjóna nr. 3.5. Haldið áfram og prjónið slétt prjón. Þegar húfan mælist (13) 15 (17) 19 sm byrjar úrtakan í kollinn. *Prjónið (14) 15 (16) 17 sléttar lykkjur, 2 sléttar saman* endurtakið *-* út prjóninn. Prjónið einn prjón sléttan. Á næsta prjóni eru prjónaðar *(13) 14 (15) 16 sléttar, 2 sléttar saman* endurtakið *-* út prjóninn. Haldið áfram að taka úr á öðrum hverj- um prjóni og hafið alltaf einni færri lykkju milli úr- taka. Þegar eftir eru 6 lykkjur eru prjónaðir 3 sm með sléttu prjóni til viðbótar. Klippið þráðinn frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar og festið vel. > endurtakið □ = Slétt á rettunní, brugðið á röngunni. jVj = Brugðið á rettunni, slétt á röngunni. Setjið 5 lykkjur á á kaðlaprjón fyrir altan stykkið. 5 sléttar, prjénið lykkjurnar á kaðlaprjoninum sléttar. Setjið 5 lykkjur á kaðlaprjon fyrir framan stykkið, 5 sléttar, prjónið lykkjurnar á kaðlaprjöninum sléttar. Tvöfalt perluprjón endurtakið 40 Vikan Kaðall yfir 20 lykkjur.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.