Vikan


Vikan - 18.04.2000, Side 56

Vikan - 18.04.2000, Side 56
Vinur er sá er í raun reynist Fyrsta íbúðín sem ég og eigín- maður minn keyptum uar efri hæð í gömlu tvíbýlíshúsi. Neðri hæðin var stærri en sú efri svo að nágranni okkar átti meiri- hluta í húsinu og iúðinni. Okkur datt ekki í hug að hað gæti skipt máli hví víð vorum vön að eiga auðvelt með að lynda við fúlk og leystum yfirleitt ágrein- ingsmál í vinsemd. Fliútlega eftir að við fiuttum inn fúr hú að bera á erfiðieikum í sam- skiptum við íbúann á neðri hæðinni. Þetta var kona af er- lendum uppruna sem hafði verið búsett húr á landi í mörg ár. Hún kom hingað á stríðsár- unum og giftist íslendingi. Þau hjúnin höfðu skilið fyrir all- mörgum árum og uppkomin börn hennar heimsúttu hana stundum um helgar. Þessi nágranna- kona mín bauð mig velkomna í húsið með því að tilkynna mér að ég ætti að þrífa sameignina aðra hverja viku og það verk bæri mér að vinna á laugardögum. Ég spurði að bragði hvort virkilega skipti máli hvaða dag ég veldi til verksins. Hún svaraði að svo væri því á sunnudögum fengi hún oft gesti og þá vildi hún að sam- eignin væri snyrtileg og fín. Ég skildi þetta vel og hét því að virða óskir hennar í þessu efni. Fyrstu mánuðina gengu þrifin ágætlega þótt ýmislegt kæmi upp á. Laugardag nokkurn var ég hins vegar að ljúka við að þrífa þegar ná- granni minn birtist fyrir aft- an mig og hvæsti: „Ertu að þrífa núna!“ Ég jánkaði því og þá hóf hún löng ræðuhöld um að mun betra væri að þrífa í miðri vikuj^egar færra fólk væri á ferli. Ég benti henni þá á að hún sjálf hefði farið fram á það við mig að ég notaði þessa daga til að þrífa en hún þverneitaði. Ég benti á að maðurinn minn hefði verið vitni að þessu en hún sagði það lítið að marka því auð- vitað myndi hann ljúga fyrir mig. Ég var miður mín eftir þetta fyrsta rifrildi okkar en áður höfðum við lent í smá- skærum. Eldri drengurinn minn gekk, að hennar mati, ekki nógu hljóðlega um ganga hússins og hún var vön að stökkva á hann í hvert sinn sem hann kom eða fór og hundskamma hann fyrir læti. Ég hafði tvisvar farið niður og beðið hana að láta vera að ráðast að barninu með slíku offorsi. Mér þótti réttara að hún ræddi við mig ef einhver vandræði væru og ég gæti síð- an séð um að skikka strákinn til. Hún sagði það hins vegar augljóst að ég gerði lítið í að aga barnið og ókunnugir því neyddir til að hafa afskipti af því. Erfið sambúð Yngri drengurinn minn var enn ungbarn og svaf úti í vagni. Nágranni minn hafði eilíflega eitthvað við það að athuga hvar ég lagði barna- vagninum. A einum stað var hann fyrir tröppunum, á öðr- um of nálægt húsinu, ekki mátti teppa gangveginn á stéttinni og hugsanlegt var að beðin skemmdust ef hann var settur út fyrir hana. í fyrstu reyndi ég að fara eftir öllum þessum duttlungum en eftir nokkra mánuði sá ég að hvað sem ég gerði finndi hún eitt- hvað að því svo ég fór að þjóna minni lund í einu og öllu. Upp úr því var svo þessi árekstur vegna þrifanna sprottinn. Maðurinn minn taldi að hún vildi bara sýna og sanna hver hefði völdin og ef ég léti sem ég tæki mark á henni væri friðurinn tryggður. Ég reyndi þetta eftir bestu getu en hún gekk stöðugt lengra. Þar kom að fullur fjandskapur ríkti milli hæða og við heilsuðumst ekki á göngunum. Einu skipt- in sem við töluðumst við var þegar okkur lenti saman út af einhverju og þá stóðum við iðulega og görguðum hvor á aðra. Þannig leið fyrsta árið okkar í íbúðinni sem átti að vera ástarhreiðrið okkar en í raun hafði nágranninn gert líf okkar líkast víti. Við þorðum tæplega að ganga um íbúðina því þá var bankað í loftið með kústskafti. Aldrei spiluðum við tónlist og ef við buðum fólki heim sáum við til þess að það væri farið fyrir ellefu að kvöldi. Konan á neðri hæð- inni var svo illskeytt þegar hún taldi sér misboðið að við vildum þetta frekar en að æsa hana upp. Þá rann upp dagurinn þeg- ar allt þetta breyttist. Yngri drengurinn minn var að leika sér í kringum mig meðan ég vann í þvottahúsinu. Allt í einu heyrði ég skaðræðisösk- ur frá barninu, ég sneri mér við og sá að hann hafði fleygt frá sér opnum brúsa af hrein- gerningarlegi. Ég gerði mér strax grein fyrir að hann hafði drukkið eitthvað af sápunni og æpti af öllum lífs- og sál- arkröftum. Nágrannakona mín var stödd í geymslu sinni og kom hlaupandi inn í þvottahúsið. Hún sá strax hvers kyns var og þreif barn- ið og hentist með það upp til sín. Þar neyddi hún hann til að drekka mjólk og eftir að hafa drukkið slatta af henni byrjaði barnið að kasta upp. Hún skipaði mér að hringja á sjúkrabíl og á meðan hélt hún áfram að hella í hann mjólk. Nágrannakonan bjargaði barninu Sjúkrabíllinn kom og mennirnir þar tóku við barn- inu. Ég fór með drengnum í sjúkrabílnum upp á spítala en þessi skapstyggi nágranni minn strauk mér niður eftir bakinu og sagðist koma á eft- ir. Barnið var drifið í rann- sóknir strax og við komum og allan tímann meðan ég beið eftir að þeim lyki, stóð hún við hlið mér styrkti mig og huggaði eins og besta mamma. Eldri drengurinn minn var í skólanum og þeg- ar líða tók að þeim tíma að hann ætti að fara að skila sér heim sagðist hún myndi fara og taka á móti honum. Hún hringdi líka í mömmu mína áður en hún fór og mamma kom umsvifalaust til að vera hjá mér. Rannsóknunum lauk í eft- irmiðdaginn og í ljós kom að snarræði nágrannakonu minnar hafði bjargað barninu mínu frá miklum skaða. Sápulögurinn hafði brennt slímhúðina í munninum og Hún sagði bað augljost að ég gerði lítið í að aga barnið og ókunnugir bví neyddir til af- skipta af buí. 56 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.