Vikan


Vikan - 18.04.2000, Page 60

Vikan - 18.04.2000, Page 60
um ástina Leikkonan Ashley Judd horfði með angistarsvip á unnusta sinn, kappaksturs- hetjuna Dario Franchitti, lenda í hræðilegu slysi á kappakstursbraut í Miami fyr- ir skömmu. „Guð minn góður. Er hann dáinn?" öskraði Ashley þegar hún hljóp í áttina að slysstaðnum. Læknar og björgunarmenn unnu hörðum höndum að því að ná Dario úr bílflakinu. Hann var síðan fluttur með sjúkraþyrlu á sjúkra- hús og Ashley hélt í höndina á honum alla leiðina. Dario slapp ótrúlega vel miðað við hversu harður áreksturinn var. Hann mjaðmagrindarbrotnaði og hlaut höfuðáverka og Ashley var með tárin í augunum á sjúkra- húsinu á meðan hún beið eftir að heyra tíðindin. Lækn- ar töldu í fyrstu að nokkrar líkur væri á að Dario hefði hlotið heilaskaða en svo reyndist ekki GOLFARIAF LIFIOG SAL Jack Nicholson hefur í mörg ár æft golfsveifluna á lóðinni heima hjá sér en glæsivilla hans stendur efst á hæð við Mulholland Drive. Hann eignaðist nýjan nágranna fyrir skömmu sem dundar sér við það að safna golfboltunum í fötu og skilar þeim til stjörn- unnar þegar fatan fyllist. Nicholson er forfallinn golffíkill og eyðir öllum sínum frístundum á golfvell- inum. Hann spilar oft með Bill Clinton forseta og son hefur haft nægan tíma til að sinna áhugamál- kominn á fullt í leiklistinní og er aö Ijúka við að leika í myndinni The Pledge undir leikstjórn góðvin- ar sins, Sean Penn. Síöan mun hann leika í mynd sem kallast About Schmidt, sem fjallar um ekkju- mann sem er ekki sáttur við að dóttir sin sé að giftast algjörum hálfvita. ' _ i ■ i 1F _ *i “I n* S ® I » i i * ; SiííHhí 1| i JA -yj| 17. apriL Victoria Adams (1974), Lela Rochon (1966), Sean Bean (1959) Nlllll 18' aDr8: Melissa Joan Hart Maria Belio (1967). Eric McCor- ■ H rnack (1963), Jane Leeves (1962), Eric Roberts (1956), Rick Moranis (1953), James Woods (1947) 19. apríl: Kate Hudson (1979), Jennifer Esposito (1972), Ashley Judd (1968), Ruby Wax (1953), Dudley Moore (1935) 20. apríl: Carmen Electra (1972), Jessica Lange (1949), Ryan O'Neal (1941) 21. apríl: Andie MacDowell (1958), Tony Danza (1951), Iggy Pop (1947), Charles Grodin (1935), Anthony Quinn (1915) 22. april: Sheryl Lee (1967), Jack Nicholson (1937) 23. aprih Melina Kanakaredes (1967), John Hannah (1962), Valerie Bertinelli (1960), Judy Davis (1955) 24. apríl: Mark Vanderloo (1968), Djimon Hounsou (1964), Paula Yates (1960), Barbra Streisand (1942), Shirley MacLaine (1934) 25. april: Renee Zellweger (1969), Hank Azaria (1964), Al Pacino (1940) 26. aprih Joan Chen (1961) 27. april: Sheena Easton (1959) 28. aprih Penelope Cruz (1974), Jay Leno (1950), Ann-Margret (1941) 29. aprih UmaThurman (1970), Michelle Pfeiffer (1958), Daniel Day-Lewis (1957), Jerry Seinfeld (1954) 30. aprih Kirsten Dunst (1982), Adrian Pasdar (1965), Lars von Trier (1956), Jane Campion (1954), Willie Nelson (1933). Breska leikkonan Jane Leeves, sem leikur heim- ilishjálpina Daphne í gamanþáttunum um Frasi- er og félaga, segist tilbúin til að svara spurning- unni sem brennur á allra vörum: Munu Daphne og Niles einhvern tíma byrja saman? „Ég held að í lok þessarar seríu muni þau vera saman á einn eða annan hátt,“ segir Leeves. „Það er eitt- hvað svo yndislegtvið þessartvær persónur þeg- ar þær eru saman á skjánum og það er alveg tímabært að eitthvað gerist hjá þeim." Leeves segir að upphaflega hafi ekki staðið til að gera neitt úr sambandi.Niles og Daphne en nú sé það óhjákvæmilegt. „Ég held að það hafi enginn bú- ist við að Niles og Daphne ættu samleið en þetta samband hefur bara öðlast sitt eigið líf.“ Leeves og David Hyde Pierce, sem leikur Niles, eru þeg- ar byrjuð að æfa sig ef gerst gæti að Daphne og Niles ættu einhvern tíma eftir að giftast. Þegar mótieikkona þeirra Peri Gilpin, sem leikur Roz, gifti sig þá sungu þau saman lagið An Old Fash- ioned Wedding úr leikritinu Annie Get Your Gun.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.