Vikan


Vikan - 23.05.2000, Qupperneq 20

Vikan - 23.05.2000, Qupperneq 20
Texti: Margrét V. Helgadóttir Mynd: Gísli Egill Hrafnsson Bannað að blota í brúðarkjól Sólarhringurinn uirðist uera örlítið lengrí hjá Gerði Kristnýju en okkur hinum. Samhliða huí að ritstýra tímaritinu Mannlífí uirðist hún alltaf hafa tíma til að sinna skáldskapnum. Hún hefur sent frá sér Ijóðabók, skáldsögu og smásagnasafn og nú hefur fyrsta leíkritið hennar litið dagsins Ijós. Þetta er einleikur sem ber heitið Bannað að blóta í brúðarkjól og uerður hann frumsýndur í Kaffileikhúsinu 1. júní nk. Leikritið er einleikur í gamansömum tón þar sem nýgift brúð- ur deilir hugrenn- ingum sínum um hjónaband- ið, ástina og framtíðina með áhorfendum. Nanna Kristín Magnúsdóttir leikur brúðina en Ingunn Ásdísardóttir leik- stýrir sýningunni. Leikrit um brúði hlýtur að vera kærkomið innlegg í menningarlífið á brúð- kaupssumrinu mikla árið 2000. En hvernig stóð á því að Kaffileikhúsið varð fyrir val- inu? „Kaffileikhúsið er að hefja mikla einleikjasyrpu og verk- „Kannski er bara eins gott að hað séu stelpurnar sem keppa um uöndinn. Ef hópi ógiftra karlmanna uæri att bannig saman yrði bað eins og rugbykeppni uið kirkju- tröppurnar. Og beir uæru fyrir löngu búnir að finna upp leikreglur og búa til mörk.“ Ur leikritinu Bannað að blóta í brúðarkjól. ið mitt er það fyrsta í þeirri röð. Leikhússtýran, Jórunn Sigurðardóttir, vissi að ég átti frumsaminn einleik og falað- ist eftir honum.“ Heiti verksins bendir til þess að innihaldið fjalli um venjur og hefðir sem gilda um brúðarkjóla. Kynnti höfund- urinn sér það eitthvað sér- staklega? „Eg kynnti mér vel þær serimóníur sem flestar kon- ur fara í gegnum áður en þær ganga upp að altarinu, svo sem eins og það að láta steypa á sig gervineglur og velja sér réttu nærfötin. Flestar virðast taka lengri tíma í að velja samfelluna en að velta fyrir sér hvort þær eigi að taka bónorðinu.“ Það er sjálfsagt skrýtin til- finning að fylgja fyrsta leikrit- inu sínu úr hlaði. Hefur þú fylgst vel með því á æfinga- tímanum? „Já, ég hef litið við á æfing- um og það hefur verið óskap- lega gaman. Nanna Kristín er frábær leikkona og mér finnst ég vera mjög hepp- in að hún skyldi hafa húmor fyrir leikritinu mínu. Svo skemmtilega vill líka til að Ingunn leikstjóri er að fara að gifta sig í sumar og hefur því sérstakan áhuga á brúðkaupum þessa dagana.“ Gerður Kristný slær aldrei slöku við. Samhliða því að fylgjast með leikriti sínu á fjölunum og ritstýra stóru tímariti vinnur hún núna að ljóðabók sem kemur út fyrir næstu jól. En ætlar þú að taka þér sumarfrí? „Að sjálfsögðu, ég ætla á Hróarskeldufestivalið þar sem m.a. Filter og Pearl Jam ætla að troða upp. Að festi- valinu loknu dríf ég mig síðan í sólina í Suður-Frakklandi." Það verður án efa athyglis- vert fyrir brúðir sumarsins sem og aðra að líta við í Kaffi- leikhúsinu og hlýða á hug- renningar brúðarinnar. „Hjálmar er óneitanlega suo- lítið gott mannsetni. Hann er sætur, í góðri uinnu, á bolan- lega uini og suo á hann ekki börn með einhuerjum kell- ingum úti í bæ. Það er kannski Ijótt að segja betta með börnin en huernig er hægt að ætiast til bess að maður elski annarra manna börnP Ekki má maður elska eiginmenn annarra kuenna.“ Úr leikritinu Bannað að blóta í brúðarkjól. Gerður Kristný er stórglæsileg í brúðar- kjólnum. „Nú veit ég af hverju konur eru alltaf svo sætar og prúðar í brúðarkjól- um. Þeir eru svo þungir og fyrirferðar- miklir að það er ekki hægt að gera neinn óskunda í þeim.“ ■%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.