Vikan


Vikan - 23.05.2000, Síða 35

Vikan - 23.05.2000, Síða 35
 p i ■ GRILLAÐUR SILUNGUR MED KRYDDJURTASOSU Nú er um að gera að draga fram grillið og grilla t.d. nýjan silung. Með honum má bera fram bakaðar kartöflur, grænt salat og kryddjurtasósu. 1 kg roðflett silungsflök 1 dl ólífuolía 1 tsk. jurtasalt 1 tsk. fiskikrydd 1 tsk. hvítur pipar 1/2 púrrulaukur, smátt saxaður 1 rauð paprika, smátt söxuð 1 grœn paprika, smátt söxuð álpappír ADFERÐ: Smyrjið álpappír með olíu og leggið síðan heil silungsflök á álpappírinn. Blandið saman olíu og kryddi og penslið silunginn með blöndunni. Stráið smátt saxaðri papriku og púrrulauk ofan á sil- ungsflökin og lokið vel öllum samskeyt- um á álpappírnum. Grillið silungsflök- in í u.þ.b. 8 mínútur. Snúið fiskinum af og til á grillinu. Berið silunginn fram strax með bakaðri kartöflu, grænu sal- ati og kryddjurtasósu. KRYDDJURTASÚSA 1 dós sýrður rjómi 1 dl hvítvín 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðar 1 grein ferskt esdragon, smátt saxað 1 msk. graslaukur, smátt saxaður 1 tsk. fiskikrydd 1/2 tsk. hvítur pipar ADFERÐ: Hrærið saman sýrðum rjóma og hvítvíni. Saxið hvítlauk smátt og bætið saman við ásamt kryddinu. Hrærið.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.