Vikan - 20.06.2000, Síða 7
I
I
í
Óli Palli fjögurra ára ásamt
forcldruni sínuin, Gunnari «»
Kannveigu, í skírnarveislu
Böðvars, næstelsta sonarins.
Óli cr clstur linim systkina.
drekum. Mér nægði þó aldrei að
vera með eitt módel í gangi í einu
því á meðan eitt módel var að
þorna vann ég við annað. A með-
an ég var við þessa iðju hlustaði
ég á útvarpið, Rás eitt. Það eina
sem mér leiddist í útvarpinu voru
þessir endalausu klassísku tón-
leikar sem gerðu ekkert nema
slíta dagskrána í sundur,“ segir
hann. „Þegar ég kom heim úr
skólanum hlustaði ég á lögin við
vinnuna, síðan á miðdegissöguna
og alla dagskrána þar til ég sofn-
aði. Ég byrjaði á því að kveikja
á útvarpinu þegar ég vaknaði.
Það var alltaf slagur um útvarps-
tækið því það var aðeins eitt til á
heimilinu. Útvarpsleikritin á
fimmtudagskvöldum voru topp-
urinn á tilverunni. Útvarpið hætti
5Ó að fullnægja þörfum mínum
með tímanum og ég fór að leita
og gramsa eftir meiri tónlist,“
segir Oli Palli.
„Pabbi og mamma byrjuðu bú-
skap sinn í Reykjavík en fluttu
upp á Skaga þegar pabba bauðst
vinna sem verslunarstjóri í
Karnabæ á Akranesi, 1971 eða
1972,“ segir hann. „Fínar hljóm-
flutningsgræjur frá Karnabæ
(Pioneer) voru fljótlega keyptar
á heimilið og pabbi var duglegur
að kaupa plötur, en svo þegar
hann gafst upp á að vera búðar-
loka dró snarlega úr öllum plötu-
kaupum. Ég sat alla daga og
drakk í mig tónlist. Um sjö ára
aldurinn fannst mér Meatloaf
flottastur og svo fékk ég stundum
„lánaðar" plötur hjá frænku
minni sem var nokkuð eldri en
ég. Ég var víst ekki alveg nógu
duglegur að skila þeim aftur,“
segir Oli Palli og brosir. „Ég man
að ég spilaði eina plötuna henn-
ar, „A Night at the Opera“ með
Queen, alveg í tætlur. Ég eign-
aðist kassettutæki þegar ég var 10
ára, líklega, og safnaði saman
flottustu lögunum,“ segir hann.
„Ég mætti með kassettur í öll
bekkjarpartí í skólanum við mis-
jafnar vinsældir bekkjarfélaga
minna. Þetta var fyrir tíma þeirr-
ar stórkostlegu uppfinningar
sem var einhvern tíma kölluð
„vasadiskó“ og ég mætti með litla
kassettutækið mitt í skólann á
hverjum degi um tíma, sat svo og
þvingaði Sex Pistols, Fræbblun-
um og Utangarðsmönnum upp
á bekkjarsystkini mín allar frí-
mínútur og auðvitað í rútunni á
öllum skólaferðalögum. Ég held
að ég hafi verið heltekinn af tón-
list frá tveggja ára aldri og áhug-
inn hefur ekkert dvínað, nema
síður sé,“ segir Oli Palli.
Orðljótur krakki
Þegar Óli Palli var fimm ára
var hann sendur í sumarbúðir að
Brekku í Skagafirði. Hann þótti
óþægur og eins og allir vita er það
allra meina bót að senda óþekkt-
aranga í sveit. Hann dvaldist þar
allt sumarið ásamt 20 öðrum
krökkum, aðallega strákum.
„Þetta líktist í engu þeim sum-
arbúðum sem tíðkast í dag,“ seg-
ir hann. „Við vorum vaktir á
morgnana og síðan sendir út, þá
borðuðum við hádegismat og
vorum sendir út aftur og svona
gekk þetta allan daginn fram á
kvöld, a.m.k. í minningunni. Mat-
ur og út að leika á víxl. Þegar
pabbi og mamma komu að sækja
mig um haustið var ég í gleðivímu
yfir því að vera loksins á leiðinni
heim, og þegar húsfreyjan á bæn-
um spurði mig hvort ég kæmi
ekki aftur sagði ég auðvitað já.
Það var gaman á Brekku þó svo
það væri ekki alltaf verið að finna
upp á einhverju til að gera fyrir
mann. Við strákarnir fundum
okkur alltaf eitthvað til að gera
en ég var stundum laminn vegna
þess að ég hélt með í A í fótbolta.
Hinir voru flestir í Val eða KR og
þar að auki var ég einn af þeim
alyngstu og sá eini af Skagan-
um,“ segir hann. „Mörgum árum
síðar var ég á ferð í Skagafirði
með tveimur vinum mínum. Mér
datt í hug að skreppa í heimsókn
að Brekku og sníkja kaffi. Ein-
hver kona sem ég þekkti ekki