Vikan - 20.06.2000, Page 14
Arftaki fjögurra
islendíngar hafa jafnan haft
gaman af að velta fyrír sér
hvað gangi í ættir. Meðal hess
sem talið hefur verið arfgengt
er mælska, greind, verklagni
og gott útílit. Á síðari árum
hafa menn hins vegar velt hví
mikið fyrir sér hvað sé raun-
verulega skráð í erfðaefni
mannsins og hvað sé lært í
uppvextinum. Ásthildur Einars-
dóttir harf sennilega ekki að
veikjast í neinum vafa um hað
hvað hún hefur lært en sá er
munurinn á henni og öðrum að
hekking hennar er fengin í arf
frá formæðrum og forfeðrum
sem læknuðu og líknuðu sjúk-
um á íslandi allt frá hví í byrj-
un sjautjándu aldar. Ásthildur
er nefnilega dáttir Ástu Er-
lingsdóttur grasalæknis sem
var dóttir Erlings Filippussonar
grasalæknisins sem Landlækn-
isembættið kærði og ætlaði að
banna að starfa. Af hví banni
varð bó ekki sjúklingum hans
til mikillar gleði. En er bað satt
að hau geti rakið lækninga-
hefðina alit aftur til ársins
sextán hundruð?
„Já, það er rétt. Grasalækninga-
" hefðin hefur verið óslitin í minni
CU
■jf ætt frá 1600. Fyrst hefur þekking-
•- in sennilega mest verið notuð til
að hjálpa sér og sínum en svo
Z þróast þetta. Formæður mínar
•o o voruljósmæðurogþærþurftuað
m = læraaðbjargasér. Tilerheilmik-
ra ° iðafskráðumfrásögnumafþess-
— í um ættmennum mínum. Ég man
~ C vel eftir þvf þegar ég var í gagn-
| fræðaskóla að kennararnir okk-
ar lásu oft fyrir okkur sögur og
^ o frásagnir meðan við vorum að
“ o vinna verkefnin. Páll Pálsson
'ö ° prestur á Bergþórshvoli kenndi
« .. méroghannlasgjarnanfrásagn-
” ~ ir af merku fólki. Ég þekkti mörg
x <= nöfnin sem þar komu fyrir, með-
“s al annarra nafn Þórunnar Gísla-
dóttur Ijósmóður sem var
langamma mín. Það hefur ailtaf
einhver tekið við og hlekkurinn
hefur aldrei slitnað. Auðvitað er
það svo að hver kynslóð hefur
síðan bætt við þekkinguna og
notað hana eftir því sem fyrst og
fremst hefur verið þörf á.
Ég les mikið og hef kynnt mér
líffærafræði sem hefur hjálpað
mér mjög mikið einkum þegar ég
er að fást við ýmis sár. Ég hef
sömuleiðis lært fegrunarsérfræði
hjá Margrét Hjálmtýsdóttur og
það hefur verið ómetalegt þegar
ég hef verið að fást við húðina
og ýmis vandamál tengd henni.
Húðin er reyndar helsta áhuga-
svið mitt og ég les allt sem ég
kemst yfir henni tengt. Mitt eft-
irlætisviðfangsefni er að græða
sár. Við systkinin erum öll að fást
við grasalækningar þótt öll séum
við menntuð hvert á sína vísu.
Sennilega nýtum við öli þekk-
ingu okkar að einhverju leyti við
grasalækningar og einbeitum
okkur að mismunandi hlutum.
Sinnir íhróttamönnum um
allan heim
Áhugi minn á að vinna sjálf
með jurtir jókst mikið þegar son-
ur minn fór að stunda íþróttir.
Hann fékk oft slærn sár og álags-
verki í ökkla og hné. Ég fór að
þróa krem til að hjálpa honum og
nú leita félagar hans til mín til að
fá aðstoð þegar þeir meiðast. Ég
hef oft fengið beiðni um hjálp frá
íþróttamönnum í öðrum liðum
og nokkrir af íþróttamönnum
okkar sem eru að vinna erlendis
hafa beðið um að fá kremin send.
Ég sýð einnig jurtaseyði sem
hressir og endurnærir þegar fólk
þjáist af þreytu vegna álags eða
ofreynslu. Drengurinn minn á
það til að ætla sér um of því áhug-
inn á íþróttum er svo mikill. Ég
gaf honum seyðið sjálf til að byrja
með þegar ég fann að hann var
þreyttur en nú biður hann mig
sjálfur um það þegar hann veit að
hann þarf á því að
halda. Ég held að
það sé jafnvel
betra að hann
þurfi að hafa fyr-
ir að biðja um
seyðið fremur en
að ég haldi því að
honum. Kannski
yrði það til þess
að hann fengist
ekki til að drekka
það.
Ég er ákaflega
varkár með mína
þekkingu og
bendifólkialltafá
að leita læknis
fyrst ef það hefur
ekki þegar gert
það.Sérstaklegaá
þetta við þegar
fólk kemur til mfn með ýmsa
bletti á húðinni þá bendi ég á
húðsjúkdómalækna. Ég sé það
að húðkrabbamein er mun al-
gengara en áður og fólk varar sig
ekki nærri nóg á sólarbekkjun-
um. Ég tel að ég geti oft gagnast
ekki síst vegna þess að ég segi
fólki hvert það á að leita.“
Ásthildur sýður jurtaseyði við
blöðrubólgu og ýmsum maga-
vandamálum. Hún hefur þróað
meðferð fyrir fólk sem heldur
ekki holdum en þótt ótrúlegt
megi virðast er til fólk sem hef-
ur áhyggjur af því að það sé of
horað.
„Það kemur vissulega fyrir að
til mín leitar fólk sem er of grann-
holda. Þetta fólk er búið að
margleita til lækna og ekkert
finnst að því en auðvitað er eitt-
hvað að. Meltingin er að ein-
hverju leyti ekki nógu góð. Ég
gef fólki seyði sem bætir melting-
una og í þessum tilfellum er ég
mjög ánægð ef fólkið þyngist um
fjögur til fimm kíló. Ég hef sömu-
leiðis áhyggjur af hinni miklu
saltneyslu íslendinga. Salt bind-
ur mjög vökva í líkamanum og
margir þjást af bjúg af þeim sök-
um. Ég get hjálpað fólki að losa
umfram vökva úr líkamanum en
þá verður líka að draga úr salt-
neyslu til að sagan endurtaki sig
ekki. Margir átta sig ekki á að salt
er í svo ótrúlega mörgum vöru-
tegundum sem við kaupum og
notum þannig að óþarft er að
bæta því í matinn. Brauð er til að
mynda saltað, smjör og flestar
tegundir af áleggi. Sjálf hef ég
ekki notað salt í þrjátíu ár. Það
eru til svo margar kryddtegund-
ir, jurtakrydd og fleira sem nota
má og salt er óþarft."
Jurtír ofnýttar og eyði-
lagðar
Ásthildur hefur líka miklar
áhyggjur af því hvernig við göng-
um um náttúruna. Hún er um-
hverfissinni og vill vernda náttúr-
una eins og hægt er.
„Ég minnist þess að fyrir
nokkrum árum var mjög í tísku
að nota blóðberg til að krydda
lambakjöt. Við fjölskyldan höfð-
um þá nýlega heimsótt einn af
mínum uppáhaldsstöðum til að
taka blóðberg og ég sá að það
þurfti um það bil viku í viðbót til
að verða mjög gott. Þegar við
komum aftur að þeirri viku lið-
inni höfðu einhverjir heimsótt
staðinn og reytt upp allt blóð-
14
Vikan