Vikan


Vikan - 20.06.2000, Síða 19

Vikan - 20.06.2000, Síða 19
Vikan 19 Ekki trufla mig í uinnunni! Tískuverslanir eru gott dæmi um stað þar sem þjón- ustulundin er oft í algjöru lág- marki. Að sjálfsögðu er fjöld- inn allur af stafsmönnum til- búinn að leggja sig fram við að veita góða þjónustu en því miður eru það of fáir. Marg- ar þessara verslana stíla inn á fatakaup unglinga og ungs fólks og þessi viðskiptavina- hópur gerir kannski ekki miklar kröfur um góða þjón- ustu. Þegar konur í kringum þrítugt eða eldri, falla í þá gryfju að líta inn er ekki yrt á þær, rétt eins og horft sé í gegnum þær. í sumuni tilfell- um er mikið að gera og starfs- fólkið fáliðað en allt of oft er það hreint og klárt áhugaleysi sem veldur því að ekki sé einu sinni litið á viðskiptavininn. Fyrir utan metnaðarleysið má eflaust líka skýra þessa hegð- un með því að starfsfólkið vinnur mjög langan vinnudag, það getur verið mjög þreytt og launin eru misjafnlega há. Þarna þurfa stjórnendur fyr- irtækjanna að grípa inn í ef þeir vilja auka gæði þjónust- unnar í fyrirtækjum sínum. Þeir geta gert vinnunna áhugaverðari með einhverj- um hætti eða greitt hærri laun. Eigendurnir hljóta að gera sér grein fyrir því hvern- ig þjónustu starfsmenn þeirra veita og það hlýtur að vera þeirra kappsmál að viðskipta- vinirnir hafi áhuga á að koma inn í verslunina til þeirra. I lauslegri athugun blaða manna á þjónustu kom í ljós að karlmenn virðast búa yfir mun ríkari Jrjónustu- lund en konur. I langflest- um tilfellum veittu þeir mun betri þjónustu en konurnar sem störfuðu jafnvel í sömu verslunum. Það má segja að karlmenn á aldrinum 30-40 ára hafi skarað fram úr hvað þjónustuvilja snert- ir. Einstök fyrirtæki eru þó farin að íhuga þjónustumál- in rækilega og eru tilbúin að leggja mikinn kostnað í gæðamálin. Hans Petersen hefur til margra ára verið í fararbroddi hvað þessi mál varðar og þeir sem þurfa að eiga viðskipti við fyrirtækið finna það ef- laust að starfsfólkið býr yfir ríkri þjónustulund að öllu jöfnu. I verslununum eru framkvæmdar þjónustumæl- ingar í hverjum mánuði og laun starfsfólksins greidd eft- ir niðurstöðum þeirra. Annað íslenskt fyrirtæki sem skarar fram úr hvað varðar þjónustulund er Flug- leiðir. Það er óhætt að full- yrða að allir starfsmenn þeirra sem eru í framlínunni búi yfir ríkri þjónustulund og eru ávallt tilbúnir að veita að- stoð og á mjög jákvæðan hátt. Ferðalangar sem ferðast mik- ið með erlendum flugfélögum eru sammála um að flugfreyj- ur og flugþjónar hjá Flugleið- um búi yfir einstaklega mik- illi þjónustulund og mættu margir taka þau sér til fyrir- myndar. Ráðgjafafyrirtæki hér á landi bjóða upp á þjónustu- ráðgjöf og þjónustumælingar fyrir fyrirtæki og stofnanir og er ekki vanþörf á úrbótum í þeim efnum. Þegar fyrirtæki ákveða að fá þjónustumæl- ingar eru útbúnir ákveðnir þjónustustaðlar sem allir starfsmenn þurfa að fara eft- ir. í slíkum aðgerðum er líka lögð mikil áhersla á þjálfun starfs- fólks vera grundvöllur- inn að góðri þjónustu. Öll fyrirtæki, hvort sem þau vilja fá sérfræðiað- stoð við að koma upp þjónustumæl- ingum, eða vilja einfald- lega bjóða upp á góða þjónustu, ættu að leggja mestu áhersluna á þjálf- un og fræðslu nýja starfs- mannsins. Þar skiptir engu máli hvort hann sé að hefja störf hjá tölvu- fyrirtæki eða í söluturni. Viðhorfið ætti ætíð að vera það sama. Okkur hættir til að líta á öll störf sem snúa að viðskiptum sem þjónustustörf en þegar betur er að gáð má segja að þjónustustörfin komi víða við sögu. Kennarar, læknar og lögfræðingar eru allir í þjón- ustustörfum. Við greiðum fyrir þjónustuna þótt það sé ekki gert við búðarkassann „Margir kannast líka uið bað huersu starfsmenn fyrírtækja geta uerið með ólíkindum dónalegir í síma, rétt eins og uiðskiptauinírnir séu að trufla Ua persónulega. Sá sem suar- ar í síma er rödd fyrirtækisins og puí sérlega mikiluægt að sá aðili sé kurteis, hjálpsam- ur og hafi hægilegt uíðmót.“ með debetkortinu. Þegar á heildina er litið má segja að öll störf þjóðfélagsins séu þjónustustörf og því ættu all- ir að hugsa út í það hversu gott það er að fá góða þjón- ustu, þægilegt viðmót og fal- legt bros alveg sama hvort sem maður er lítill, stór, las- inn eða svangur.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.