Vikan - 20.06.2000, Page 26
öðru hverju og við
verðum að muna
hvað það var sem
dró okkur að hvert
öðru í upphafi. Við
eigum að minna
hvort annað á það
öðru hverju. Setn-
ingar eins og
„Framhandlegg-
irnir á þér eru alveg
jafn fallegir og þeg-
ar ég varð skotin í
þér fyrst.“ Eða „ Allt í einu
minntirðu mig á það þegar þú
varst að reyna að opna bíl-
hurðina fyrir mér fyrsta
kvöldið okkar.“ Sumir, og þá
sérstaklega karlmenn, eiga
stundum erfitt með að byrja á
slíkum ástarjátningum og þá
verður að hjálpa þeim til þess
með því að spyrja t.d.: „Af
hverju bauðstu mér upp en
ekki stelpunni í rauða kjóln-
um?“ Þeir munu verða þakk-
látir tækifærinu til að tjá sig
um skemmtilegar minningar
úr sambandinu því þeir hafa
sömu þörf fyrir ást og þarfn-
ast þess ekki síður en konurn-
ar að finna til sterkar sam-
kenndar með maka sínum.
Við verðum að muna að við
erum ekki bara hús- eða bíl-
eigendur, foreldrar, kokkar
eða viðgerðarmenn, við erum
manneskjur sem höfum val-
ið hvor aðra að lífsförunaut
og það ætti að vera okkur
ánægja ekki síður en skylda
að vinna okkur saman út úr
vandanum þegar við lendum
í honurn (ÖLL hjón lenda
einhvern tíma í vanda) og
hjálpa hvort öðru í gegnum
erfiða kafla í lífinu.
Við verðum að muna að við
erum líka elskendur og það
má ekki gleyma að sinna ást-
inni, hún þrífst ekki hjálpar-
laust.
Að fara eða vera
Hjónabönd sem stranda
sökkva ekki endilega. Stundum
má draga fleytuna á flot aftur
og skemmtilegasta siglingin
gæti verið framundan.
Reykvísk hjón á fertugs-
aldri.
Hanri: „Það munaði ekki
miklu að hjónabandið endaði
með skilnaði fyrir nokkrum
árum. Við höfðum fjarlægst
hvort annað meira en góðu hófi
gegnir í hjónabandinu. Það var
ekki fyrr en okkur lenti alvar-
lega saman að við gerðum okk-
ur grein fyrir að við vorum
komin hættulega nálægt ]rví að
gera út af við hjónabandið.
Umskiptin áttu sér stað þeg-
ar ég stakk upp á því að ég færi
einn í sumarfrí til útlanda, en
mér hafði verið boðið í golf-
ferð. Konan mín hafði aldrei viljað vera
með í golfinu, hvorki að leika það með
mér né koma með þegar ég fór eitthvað
með golffélögum mínum og þeirra kon-
um. Mér fannst hún ekki sýna mér eða
mínum áhugamálum neinn áhuga. Mér
datt ekki í hug annað en að hún yrði feg-
in að losna við mig ef ég færi einn.“
HÚfl: „Eg fann til svo mikils sársauka
þegar hann stakk upp á þessu. Ég hafði
alltaf verið afbrýðisöm út í golfið og nú
fannst mér hann vísa mér algerlega á
bug. Ég var hætt að vera hluti af lífi hans,
bara af því að ég vildi ekki og gat ekki
spilað golf. Við vorum hætt að gera
nokkuð saman annað en að fara í Hag-
kaup eða Bónus einu sinni í viku. Mér
fannst hjónabandið vera endanlega búið
þegar hann stakk upp á þessu einkafríi
sínu og ég vildi frekar enda það alveg
en að horfa upp á manninn minn fjar-
lægjast mig endalaust.
En svo var okkur boðið að fá lánað-
an sumarbústað í eina viku. Ég vildi fyrst
ekki fara, ég var viss um að það yrði ekk-
ert annað en sorg og sút þar sem við
myndum gera upp skilnaðinn en hann
krafðist þess að ég kæmi með sér og lof-
aði að keyra mig heirn um leið og ég
bæði um það. Við fórum.“
Hantl: „Ég var enn svo hrifinn af henni
og þegar ég sá alvöruna hjá henni gerði
ég mér grein fyrir hversu mikla skyssu
við vorum að gera. Þegar við komum ein
og barnlaus í sumarbústaðinn settumst
við niður fyrsta kvöldið og rifjuðum upp
þegar við kynntumst. Við fundum bæði
að þessi ást var enn til staðar, það var
bara búið að svelta hana svo lengi. Ég
sagði henni hversu rnikið ég elskaði
hana og hún sagði mér hversu mikið hún
hafði saknað mín þegar ég var ekki hjá
henni. Þá loksins skildum við hvers við
vorum að fara á mis við.“
HÚn.„Þetta voru dásamlegir dagar. Við
fundurn bæði hvað við þörfnuðumst
hvort annars. Ég sem hélt að hjónaband-
ið væri búið að vera. Við skildum að við
yrðum að vera saman og losa tíma til að
njóta hvort annars ef þetta ætti að ganga
upp. Við höfum alltaf gætt þess síðan
að taka okkur tíma til að rækta ástina.
Við forgangsröðum öðruvísi, við erum
núna í fyrsta sæti hjá hvort öðru, svo er
hægt að sinna öðrum málum þegar við
erum sátt við samvistir okkar.“
Þegar allt er búið er
stundiim best ao
loka dosinni
42 ára kona:
„Kannski elskuðum við aldrei hvort
annað. Þegar ég hugsa til baka man ég
bara að mér fannst hann myndarlegur og
mér fannst að hann gæti orðið góður eig-
inmaður. Ég hélt samt að ég væri ást-
fangin.
Ég gerði mér grein fyrir að hjónaband-
ið gæti ekki gengið lengur eitt kvöld þeg-
ar við fórum út að borða með foreldr-
um mínum til að fagna gullbrúðkaupi
þeirra. Ég dustaði hár af jakkanum hans
þegar við stóðum upp frá borðum og
hugsaði ekkert út í það meir. Þegar við
vorum búin að fylgja gömlu hjónunum
inn í íbúðina þeirra og vorum sest inn í
leigubílinn aftur til að fara heim sagði
hann mér að þetta hár hefði verið af ást-
konu sinni og að nú vildi hann fá skiln-
að. Ég hélt fyrst að þetta væri lélegur
brandari en svo var ekki.
Hjónabandið hafði verið „dáið“ lengi.
Við höfðum ekki sofið saman í meira
en ár og við höfðum aldrei talað saman
um það. Mér fannst aldrei að það væru
nein vandamál í gangi hjá okkur. Við
höfðum búið saman í 17 ár og aldrei rif-
ist þótt við ættum það til að talast ekki
við ef við fórum í fýlu, en það jafnaði
sig alltaf með tímanum. Eftir á að hyggja
áttum við kannski aldrei neitt sameig-
inlegt nema að vilja búa í þessum bæ og
að vilja eignast börn.
Mér líður betur núna en fyrst eftir
skilnaðinn. Ég er farin að venjast því að
vera ein en það var erfitt fyrst. Samband
hans og konunnar entist ekki og hann
býr líka einn hér í nágrenninu. Við þvæl-
umst ekkert fyrir hvort öðru. Við hefð-
um aldrei skilið að mínu frumkvæði, en
sennilega var þetta best svona.
Við bjuggum bara í sama húsinu, ann-
að var þetta hjónaband ekki.“
Nokkur góð ráð tii að bæta sambandið:
Ekki gagnrýna nema að hrósa í leiðinni og
byrjaðu á hrósinu t.d.: „Þú býrð til svo gott
kaffi, nú þarftu bara að læra að setja bauk-
inn upp í skáp á eftir."
Þakkaðu það sem vel er gert t.d. ..Mér
finnst svo gotl þegar þú...“
Ekki alhæfa, það skapar reiði t.d.,. Þú lok-
ar aldrei klósettsetunni el'tir þig."
26 Vikan