Vikan


Vikan - 19.12.2000, Síða 11

Vikan - 19.12.2000, Síða 11
líka að læra aðsyngja þannigað ég var tvö ár í viðbót í skólan- um og bætti við mig B.A.- prófi í söng.“ Kvöldiðgóða í skólanum varð ekki eina kvöldið sem Tena söng með Chelsea Bridge. Hún þáði starf hjá þeim og söng með þeim í mörg ár. ,,Ég ferðaðist með þeim í fjögur til fimm ár og sá tími var mjög gefandi. Við vorum meira og minna á ferð- inni og ég var sjaldan heima. Ég átti hund í átta ár og það end- aði með því að ég varð að gefa hann, hann var miklu oftar á hundahótelinu heldur en hjá mér.“ Chelsea Bridge spilaði inn á tvær plötur, kom víða fram á jasshátíðum og vann til margra verðlauna. „Kvartettinn varsvo- lítið sérkennilega uppbyggður; bassi, trommur, saxófónn og söngur. Það var enginn gítar og ekkert píanó. Þessi hljóðfæra- skipan gaf okkur frelsi til þess að gera ýmislegt sérstakt, t.d. spiluðum við keltneska tónlist með jassívafi og vorum þekkt sem keltnesk jasshljómsveit. Einhvern tíma bættum viðfleira fólki við, breyttum kvartettinum í tíu manna hljómsveit og spil- uðum saman inn á plötu.“ Elska að syngja! Tilviljun réð því að Tena kom til íslands.,,Eftir alIt flakkið var ég farin að þrá að vera um kyrrt einhversstaðar. Einn daginn var bassaleikarinn í Chelsea Bridge að tala við Sigurð Flosason í símann. Þeir voru saman í skóla á sínum tíma. Siggi sagðist vera að leita að jasssöngkennara fyr- ir FÍH og það endaði með því að mér var boðið starfið og þáði ég það. Satt að segja vissi ég ekki hætishót um ísland á þeim tíma, en ég virtist vera ein um það. Það var alveg sama hverj- um ég sagði að ég væri að fara til Islands, viðbrögðin voru alltaf þau sömu: ,,En hvað þú áttgott, mig hefur alltaf langað til þess að fara til íslands"! Það hafði greinilega alla langað þangað nema mig. Mér líkaði síðan strax vel við bæði landið og skól- ann. Ég er fyrsti raunverulegi jasssöngkennarinn við skóla FÍH. Ég kenni söng og öll litlu atriðin í sambandi við jassinn, rythmann, spunann og mis- munandi söngaðferðir sem jass- söngvarar verða að hafa á valdi sínu." Ferðast um með lög og Ijóð Það er erfitt að henda reiður á söng- og tónlistarferli Tenu. Þótt hún sé búin að festa ræt- ur á íslandi er ekki þar með sagt að flakkinu sé lokið. ,,Eftir að ég lauk námi hef ég nokkrum sinnum fengið styrk frá kanadísku stjórninni til þess að læra erlendis. Ég varði þremur árum í að læra í New York og Osló. Ég fer oft til Svíþjóðar í þeim erindagjörðum að kenna þar við tónIistarskóla og ferð- ast um allan heim til þess að taka þátt í tónIistarhátfðum og námskeiðum." Tena er mjög hrifin af Ijóð- list og hefur gert talsvert af því að semja tónlist við uppáhalds- Ijóðin sín. ,,Ég vann á tímabili með Justin Haynes, sem er mjög góður lagasmiður og pí- anóleikari, og þaðsamstarf end- aði með plötu sem heitir Not Drawning ..waving... Það er mjög góð plata sem mér þykir vænt um. Við unnum mikið með Ijóð og sömdum við þau lýrísk og mjúk lög. Söngstíll minn breyttist, hann varð mjög mínimalískur og textinn fékk meira rými. Éggerði ekki ósvip- að hér á Islandi árið 1998 á plötu sem Smekkleysa gaf út og heitir Frjálst er í fjallasal. Þar söng ég með mjög góðum ís- lenskum tónlistarmönnum, allt reyndum popptónlistarmönnum og það var nýtt fyrir mér. Á plöt- unni komum við fram undir nafninu Crucible, sem er líka nafniðá plötunni. Hilmar Jens- son, sem framleiddi þessa plötu, bað mig að vera með og mérdatt ekki í hugað segja nei! Þarna er að finna nokkra Ijóða- hluta sem ég samdi, ásamt Pétri Grétarssyni, undiráhrifum frá Ezra Pound. Ég er hrifin af Ijóðum og Ijóðasöng og fyrir sjö árum heyrði ég fyrst í norska Ijóð- skáldinu, lagasmiðnum og söngkonunni Sissel Anderson. Um leið og ég heyrði í henni í fyrsta sinn hugsaði ég með mér að þarværi hún komin, persón- an sem ég hefði verið að leita að. Seinna, þegar ég var stödd í Osló, lét ég verða af því að hringja í hana. Hún átti von á gestum í mat en eftir nokkurra mínútna samtal slökkti hún undir pottunum og við töluð- um saman I langan tíma. Ég var svo taugaóstyrk meðan ég talaði við hana, eitt af ídólun- um mínum, að þegar vinur minn gekk inn í herbergið þar sem ég sat við símann veifaði ég til hans og gaf honum bend- ingu um að kveikja fyrir mig í sí- garettu. Þá hafði ég ekki reykt í mörg ár! Við Sissel erum enn þá í sambandi og höfum unnið saman sitt og hvað.“ Tena lætur sér ekki nægja að kenna á íslandi. ,,Éger í hljóm- sveit sem heitir Felicidade. Við spilum saman brasilískt og portúgalskt samba og bossanóva. í hljómsveitinni eru frábærir íslenskirtónlistarmenn og ég syng með þeim, aðallega á portúgölsku. Ég var einhvern tíma í nokkra mánuði í Portú- gal, þar sem ég lærði smávegis í málinu, og á vin í Montreal sem hefur kennt mér svolítið meira. Ég er í annarri hljómsveit sem heitir Alba ogsú hljómsveit spilar keltneska söngva. í þeirri hljómsveit spila ég á flautu. Við komum stundum fram á sunnu- dögum á Dubliners og einnig höfum við spilað í galleríum og á litlum samkomum. Þessi hljómsveit spilar lög sem standa mér nær. í móðurfjöl- skyldu minni eru margirsöngv- arar, fiðluleikarar oggítarleikar- ar. Þegar ég var í háskólanum og varð leið á tónlistinni sem égspilaði dagsdaglegafórég oft upp ísveitogspilaði meðfiðlu- leikurunum. Fyrir utan þessar tvær hljómsveitir hef ég líka ver- ið að æfa með hljómsveitinni Crucible. Þannig að það er nóg að gera þó að markaðurinn sé lítill. En margmennið skapar líka fjölbreytni, það krefst þess að við verðum að spila margs konar tónlist. Það er t.d. ekki hægt að spila tilraunatónlist þrjú kvöld í viku. Það eru hrein- lega ekki nógu margir áheyrend- ur til þess." Ótæmandi möguleikar ,,Ein ástæða þess hvað mér þykir frábært að vera á íslandi er sú að hér eru svo margir möguleikar í tónlistinni. Hér er allt svo afslappað og jafnframt gott næði til þess að reyna hitt og þetta. Ég get nefnt sem dæmi að ef ég væri í Nova Scotia væri égekki aðspila kelt- neska tónlist. Þar er líklega rík- asta hefðin fyrir þannig tónlist í heiminum og allt þarf að vera í föstum skorðum." Undanfarið hefur Tena verið önnum kafin við að æfa með nýrri hljómsveit sem hlotið hef- ur nafnið Gras og Tena kallar Vikan 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.