Vikan


Vikan - 19.12.2000, Side 12

Vikan - 19.12.2000, Side 12
Viðtal hana nýju ástina í lífi sínu. „Það sem ég hef verið að gera hér á (slandi hingað til hefur verið svolítið mínimalískt, ég hef ver- ið að syngja Ijóð og fleira í þeim dúr. í sumar, eftir að ég ferð- aðist til Grikklands og Kanada, ætlaði ég að fara beint (upptök- ur og vinna aðra plötu með hljómsveitinni Crucible. En ég fann að smekkur minn var að breytast og ákvað að gera eitt- hvað alveg nýtt. Nýja hljóm- sveitin mun spila tónlist sem er í anda sveitatónIistarinnar, tónlist sem kölluð er ,,blue grass". Ég og Dan Cassedy fiðluleikari, sem spilar með mér í Alba, áttum okkur þennan draum. Dan er frá Maryland í Bandaríkjunum, þar er vagga þessarar tónlistar. Hann spil- aði oft fyrir okkur sum þessara ævagömlu laga sem hann ólst upp með. Guðmundi Péturssyni gítarleikara líkar einnig þessi tónlist, þessigamlatónlistsem á upphaf sitt í Suðurríkjunum, og í hvert sinn sem við hittumst spurði ég hvort hann væri ekki til í að stofna svona hljómsveit með okkur Dan. Hann var al- veg til í að reyna. Þá vorum við orðin þrjú en enn þá vantaði okkur einhvern til þess að spila á hin hljóðfærin, mandólín og banjó, á þennan eina sanna am- eríska hátt sem tilheyrir þessari tegund tónlistar. Einnig var nauðsynlegt að fá einhvern til þess að syngja millirödd. Ég heyrði svo af Magnúsi Einars- syni sem þekkir þessa tónlist mjög vel og hafði meira að segja gerst svo frægur að spila á Virg- inia Beach eitt sinn þegar hann ferðaðist um Ameríku. Ég hringdi í Magga og gætti þess að minnast ekki orði á söng. Fannst það einfaldlega allt of frekt! Maggi var spenntur fyrir „Síðan ég lauk námi sem tónlistarmaður hef ég fylgt hjartanu, einhver hefur tekið í höndina á mér og ég fylgt á eftir.“ að vera með í hljómsveitinni og í lok samtalsins sagði hann allt í einu: ,,Vel á minnst, ég syng líka íslenskan fjallabaríton!“ Ég gat auðvitað ekkert gert nema þakka Guði í huganum." Hljómsveitin Gras hefur ver- ið iðin við æfingar undanfarið og nýlega komið fram í fyrsta sinn. „Fyrir söngvara er þessi tónlist eins og að komast í himnaríki, það er svo himneskt að hafa öll þessi strengjahljóð- færi í kringum sig. Ég var lengi búin að sakna þess að geta ekki beitt röddinni af fullum krafti og þessi tónlist býður upp á það. Hún hefur líka svo mikla sál; hún líkist á ýmsan hátt soul-tónlist, textarnir eru mjög fallegir og aðrir fyndnir, við höf- um argrúa laga að velja úr.“ Tene segist ekki sakna Kanada, enda fari hún þangað einu sinni á ári. „Auðvitað elska ég landið mitt. Kanada er mjög fallegt land. En mér líkarsvo vel á íslandi. Ég er frá Nova Scotia sem er á austurströnd Kanada. Það er hafnarborg þannig að það er á ýmsan hátt svipað að vera hér og heima þótt menn- ingin sé mjög ólík. Síðan ég lauk námi sem tónlistarmaður hef ég fylgt hjartanu, einhver hefur tekið í höndina á mér og ég fylgt á eftir. Ég ætlaði að verða hljóðfæraleikari en svo var mér beint inn á þá braut að verða söngkona. Síðan var mér boðið að slást í hópinn með Chelsea Bridge ogfékktækifæri til þess að gera það sem mig langaði með þeim. Síðan kom ijóðavinnslan með Justin Hay- nes og eftir það tækifærið til þess að koma til íslands. Ég er búin að gera ótalmarga skemmtilega hluti og hef kom- ið fram með mörgum hljóm- sveitum. Þegar ég kom hingað, dauðleið á flökkulífinu, var ég ekki með það í huga að sigra heiminn og vinna mikið. Égvinn þegar eitthvað skemmtilegt kemur upp í hendurnar á mér, ef það er eitthvað sem mig virki- lega langar að gera. Ég er ekki að hugsa um að verða eitthvert stórt nafn. Ég er mjög ham- ingjusöm og hef verið svo hepp- in að öll tónlistin sem ég hef flutt, í hvaða landi sem ég hef verið stödd í í það og það skipt- ið, hefur verið það sem ég í raun og veru elska að syngja. Ég þekki marga atvinnutónIistar- menn sem spila einungis það sem þeim er ætlað að spila, hvort sem þeim líkar tónlistin eða ekki og oft við erfiðar að- stæður. Ég hef verið svo lánsöm að ég fæ oftast að spila og syngja tónlist sem fær migtil að líða vel. Það er ekki hægt að óska sér neins frekar." Lífið er ekki bara tónlist og eftir að Tena kom til íslands lærði hún að kafa. ,,Ég man alltaf tilfinninguna þegar ég kafaði í fyrsta sinn í ísköldum sjónum við fsland. Þá hugsaði ég að þetta væri það sem ég hefði beðið eftir allt mitt líf. Það hafði lengi verið draumur minn að læra að kafa og mér fannst dæmigert að sá draumur minn skyldi rætast á íslandi.“ Tena segist ákveðin í því að setjastaðá (slandi. „Já, og það undrar mig meira en flesta aðra. Ég kom hingað án nokkurra væntinga og það fór með mig, eins og marga útlendinga, að ég féll fyrir landinu. Hér er gott að búa, hér á ég mikið af góðum vinum og tónlistarlífið hér er á mjög háu stigi. Ég væri ekki hérna ef ég fengi ekki eitthvað út úr því að vinna með tónlist- arfólkinu hérna. Þaðgeristenn þá alveg stöðugt." Tena mun halda flakkinu áfram þótt hún setjist að hérna og nýlega bauðst henni að fara til Ástralíu til þess að kenna. „Ég er að hugsa að um að taka því boði og skreppa þangað. Ég hef nefnilega heyrt að þar sé alveg frábært að kafa.“ 12 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.