Vikan


Vikan - 19.12.2000, Qupperneq 17

Vikan - 19.12.2000, Qupperneq 17
Texti og myndir: Sigríður Víðis Jónsdóttir Seinustu jói voru ein- hver þau eftirminnileg- ustu sem undirrituð hef- ur upplifað. Á eyjunni Vinalhaven í fylkinu Maine í Bandaríkjunum er jólahald nefnilega með talsvert frábrugðnu sniði en hér heima á Fróni. Ofskreytt jólatré í byrjun desember hófu menn að stilla jólatrjám sínum út við gluggann svo að allir sem færu hjá gætu notið dýrðarinnar. Ég hugleiddi oft hvernig jólatrén stæðu undir öllu þessu skrauti, enda sást sums staðar ekki í grænt nema á stöku stað. Á kvöldin óku eyjarskeggjar um og kíktu á jólaljósin hver hjá öðr- um. Þannig var umræðuefni Miðbærinn var svo of- skreyttur að ég hafði aldrei séð annað eins. Börnin í bænum höfðu skreytt þessi jólatré og inn um lúguna á plastkofanum gátu þau stungið bréfum til jólasveinsins. Rjúkandi jólasteikin nýkomin úr ofninum. Borðið svignar undan kræsingum. Upp úr miðjum nóvem- ber voru fyrstu jólaser- íurnarsettarupp. Þeg- ar komið var fram í fyrstu viku desember var seríu- fjöldinn orðinn svipaður og hér heima en alltaf hélt magnið áfram að aukast. Bærinn varð sí- fellt skrautlegri og samsetning- arnarslíkarað éghafði aldreiséð annað eins. Öllu ægði saman; stórum perum, litlum perum, blikkljósum, lýsandi snjókörlum, brosandi jólasveinum og blikk- andi stjörnum í öllum möguleg- um og ómögulegum litum. Og niðri í bæ lá jesúbarnið í jötunni. heimamanna oftar en ekki: „Ertu búinn að sjá skreytingarnar hjá honum Boongie, hann setti þær upp í gær?“ eða „Vissirðu að Johnny er með hvorki meira né minna en 9 feta jólatré inni í stofu hjá sér?“ Gjafakaup í janúar! Ellefta desember fórum við sam- býlismaður minn á jólatónleika kirkjukórsins. Presturinn sagði að nú þegar jólainnkaupin og allt jólabrjálæðið væri yf irstaðið væri rétti tíminn til að slappa af og hugsa um gildi jólahátíðarinnar. Við gátum ekki annað en brosað út í annað enda hvorki búin að setja upp jólatréð né farin að huga að jólagjafainnkaupum. Heimamenn sögðu okkur að þeir hefðu byrjað að kaupa inn gjafir fljótlega eftir að síðustu jólum lauk. Það væri best að gera þetta jafnt og þétt yfir árið. Þegar pakkaopnunin hófst skildum við af hverju. Jólatré höggvið úti í skógi Við ákváðum að vera snemma í því á íslenskan mælikvarða og fórum út í skóg viku fyrir jól og hjuggum okkur myndarlegt jólatré. í trássi við hugmyndir heimamanna um jólatrésskreytingarsettum við hvít Ijós á tréð og hnýttum rauðar slaufur á greinarnar. Við vorum voðalega stolt af fallega jólatrénu okkar. Varla þarf að nefna að við vorum spurð hvenær við ætluð- um að skreyta tréð ... Réttfyrirjól buðu veitingastað- irnirtveir niðri í miðbæ öllum eyj- arbúum í ókeypis jólahlaðborð. Viðburðurinn er árlegur og mætt- um við að sjálfsögðu á staðinn. Notalegstemmningvar í bænum, lúðrasveit spilaði jólalög, boðið var upp á eggjapúns og brosandi fólk óskaði hvert öðru gleðilegra jóla. Rafmagnsleysi og pakkaflóð Á aðfangadag fór rafmagnið af eyjunni. Við prísuðum okkur sæl að vera með gaseldavél því ann- ars hefði kornfleks orðið að koma í stað jólasteikurinnar. Þegar við furðuðum okkur á rafmagnsleys- inu sögðu heimamenn að þetta væri nú ekkert til að kippa sér upp við, þetta gerðist oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á hverjum vetri. Klukkan hálfsjö á jóladags- morgun hringdi síminn. Tími var kominn til að vakna og opna pakka. Við höfðum vakað lengi kvöldið áður við lestur jólabóka og mættum því með dökka bauga og stirur í augunum til föður kærasta míns og sambýliskonu hans. Undan jólatrénu flæddu pakkar í tugatali og greinilegt var að jólasveinninn hafði komið í heimsókn um nóttina. Sinn hvor úttroðinn jólasokkurinn beið okk- ar. Nú var komið að jólum núm- er tvö. Eftir að hafa slafrað í okk- ur beikoni og eggjum, snúðum og kanillengjum hófst pakkaopnun- in. Pakkahríðinni ætlaði aldrei að linna og áttum við fullt í fangi með að hafa undan. Húsmóðirin á heimilinu var vön pakkaósköp- um sem þessum og var ekki lengi að rífa upp gjafir frá öllum vin- konum sínum, ættingjum, starfs- félögum og nágrönnum. í stað þess að senda jólakort gefa eyja- skeggjar nefnilega pakka. Við sáum fljótlega að lögmálið í pakkamálunum er: „Betra er að gefa marga litla hluti en einn stóran svo að það virðist sem þú hafir gefið ákaflega mikið". Þannig kom t.d. upp úr sama pakka eitt par af sokkum, leik- fang fyrir heimilisköttinn, súkkulaði með appelsínubragði, nokkrar tegundir af ilmsápum, fjögur rauð kerti og sérstök græja til þess að afhýða hvítlauk. Fóru einhverjir í jólaköttinn? Við fórum í sparifötin áður en jólahádegisverðurinn varsnædd- ur; sextán punda kalkúni meðtil- heyrandi meðlæti. Strokin ogfín settumst við til borðs en litum hvort á annað þegar aðrir veislu- gestir mættu á staðinn. Við vor- um áberandi fínust. Við hug- leiddum að segja þeim söguna af jólakettinum en ákváðum slð- an að það væri of seint. Skaðinn væri þegar skeður og sá mögu- leiki var líka fyrir hendi að galla- buxurnar og joggingpeysurnar væru nýjar! Eftir matinn röltum við heim á leið og röðuðum öllum gjöfun- um undir jólatréð okkar. Tréðvirk- aði ósköp smátt miðað við stafl- ann. Við settumst aftur og brost- um. Kannski við myndum I þetta skipti bara byrja jólagjafainn- kaupin í janúar. Einsog þeirsegja í Amerikunni: „It's better to be safe than sorry.“ Vikan 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.