Vikan - 19.12.2000, Page 29
fara á ball á eftir. Ég bjó heima
hjá mömmu og stjúpa mínum,
sem var á sjónum, og mamma
var að passa barn systur minn-
ar. Matarboðið tókst mjög vel og
við skemmtum okkur frábær-
lega. Mig minnir að við höfum
farið í Klúbbinn á eftir en síð-
an fór ég heim með systur minni
og ætlaði að gista þar. Strákur-
inn sem ég var með kom með
okkur og fleira fólk. Um fjögur-
leytið sagði ég við fólkið að ég
yrði að fara heim. Systir mín
skildi ekkert í mér því ég hafði
ætlað að gista hjá henni. Ég
skildi ekkert í mér heldur, ég var
bara viðþolslaus því ég þurfti að
komast heim. Ég var á bíl og
Sigga spurði mig
hvað ég væri að
hugsa, af hverju ég
hefði ekki stoppað til
að hjálpa þeim. Ég
sagði henni að bíll-
inn þeirra væri ekki
bilaðurfrekar en
okkar. Hún spurði
mig þá hvernig ég
vissi það og ég bað
hana þá að líta aftur
fyrir sig. Ungu
mennirnir höfðu haft
snör handtök, skellt
aftur vélarhlífinni,
henst inn í bílinn og
ekið af stað ... á eftir
okkur.
hafði því ekkert drukkið. Ég
kvaddi og dreif mig heim. Þeg-
ar þangað kom var mamma vak-
andi, föl og áhyggjufull á svip-
inn. Hún hafði fengið svo mikl-
ar blæðingar um nóttina ogstóð
ekki á sama því það blæddi
stöðugt. Ég hvatti hana til að
hringja í lækni og þegar hann
kom sagði hann að hún hefði
greinilega misst fóstur. Hann
hringdi eftir sjúkrabíl semflutti
hana á sjúkrahús. Stjúpi minn
var úti á sjó og mamma ein
heima ásamt ungu barnabarni
sínu. Ég var mjög fegin að hafa
látið undan þessu hugboði
mínu og drifið mig heim.
Mamma er ein af þeim sem bít-
ur á jaxlinn frekar en að hringja
í lækni um miðja nótt. Hún ætl-
aði að bíða til morguns en ég lét
hana ekki komast upp með það.
Alvara málsins hefur verið mik-
il fyrst læknirinn kallaði strax
eftir sjúkrabíl.
Hvar er SóleyP
Ég gifti mig rúmlega tvítug,
eignaðist tvö börn, skildi við
manninn minn og fór að búa ein
með börnunum mínum á höfuð-
borgarsvæðinu. Ég á góð börn
og hef yfirleitt aldrei áhyggjur af
þeim. Þegar Sóley dóttir mín
komst á ungl ingsaldurinn lenti
ég þó stundum í átökum við
hana vegna útivistartíma.
Henni fannst óréttlátt að vinir
hennar mættu vera úti á kvöld-
in en hún þyrfti alltaf að vera
komin heim klukkan tíu. Einu
sinni fékk hún leyfi hjá mér til
aðgista hjá Ingu vinkonu sinni.
Þá var hún 14 ára. Hún hringdi
í mig heiman frá Ingu, að ég
hélt, og þegar ég bað um að fá
að tala við mömmu Ingu til að
fá staðfestingu á því að hún
mætti gista sagði Sóley mér að
hún hefði skroppið út í sjoppu
til að kaupa snakk því það ætti
að hafa það huggulegt við sjón-
varpið um kvöldið. Ég trúði
þessu, enda hafði ég ekki
ástæðu til annars. Um miðnætti
fékk ég mjög sterkt hugboð um
að ekki væri allt með felldu. Ég
hringdi heim til Ingu og þá svar-
aði mamma hennar í símann.
Hún sagði mér að hún hefði
ekkert séð Sóleyju þetta kvöld
og Inga væri úti með vinum sín-
um. Þótt klukkan væri orðin
svona margt hringdi ég samt í
fleiri foreldra en hvergi fann ég
Sóleyju. Ég hentist upp í bíl-
inn minn og ók um hverfið. Ná-
lægt stað sem ég vissi að krakk-
arnir í hverfinu hittust oft sá ég
nokkra unglinga saman í hnapp
og ég fór beinustu leið þangað.
Þar sá ég Sóleyju og vinkonu
hennar sem hélt utan um hana.
Ég kannaðist ekki við hina
krakkana. Þegar Sóley kom
auga á mig fór hún að hágráta
og kom í fangið á mér. Hún
hafði drukkið nokkur glös af
landa og var fárveik. Hún var svo
hrædd um að hún væri að deyja
en þorði ekki heim.
Við mæðgurnar getum hleg-
ið að þessu í dag og nokkrum
öðrum tilfellum sem hafa kom-
ið upp. Þetta með landadrykkj-
una var þó það alvarlegasta.
Sóley hefur sagt mæðulega við
vini sína að það sé ekki mögu-
leiki að hún geti stolist með
þeim niður í bæ eða farið á fyllirí
því mamma hennar fái alltaf
hugboð um það. Krökkunum
finnst þetta voða fyndið en ég
held að þau vorkenni henni
pínulítið.
í miðjum klíðum reif
ég af mér gúmmí-
hanskana og sagði
honum að ég þyrfti
aðeins að skreppa
fram. Ég hálfhljóp út
úr eldhúsinu og um
leið og ég kom að
herberginu mínu sá
ég að jólaskreytingin
á skrifborðinu þar var
í Ijósum logum.
Lesandi segir
Guðríði
Haraldsdóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni meö
okkur? Er eitthvað sem hefur
haft mikil áhrif á þig, jafnvel
breytt lífi þínu? þér er vel-
komið aó skrifa eða hríngja til
okkar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
Heimilisfangið er: Vikan
- ..i ífsrevnslusaea". Seliavei'tir 2.
101 Rcykjavík,
Netfang: vikan@frodi.is
Vikan 29