Vikan


Vikan - 19.12.2000, Page 33

Vikan - 19.12.2000, Page 33
Jólarósir standa lengi í blautum oasis. Því ekki að búa til fallega jólaskreytingu eða krans með jólarósum, rósum og rauðum kertum? Þessi skreyting er glæsi- leg og ilmar dásamlega. Gleymið ekki smáfuglunum um jólin. Það er góðverk að muna eftir að fóðra fuglana þar sem jörð er frosin eða undir snjó. Ef fuglarnir láta ekki sjá sig má hreinlega búa þá til úr snjó! Dragðu fram fínu silfur eða koparskálina og fylltu hana af konfekti. Ef þetta er ekki augnkonfekt þá er það ekki til! Mmmm! Glæsileg, brún terta með fallegri jólaskreyt- ingu er akkúrat það sem þarf til að setja puntinn yfir i-ið á jólunum. Það er leikur einn að búa til snjókarla úr marsipani til að skreyta tertuna með. í húsið. Hann er líka stíl- hreinn og hið ágætasta skraut á borðið. Ekki gleyma jólailminum! Ilmkerti með kryddlykt jól- anna kemur öllum í jólaskap. Gyllt kerti eru tákn jólanna eins og rauði liturinn og hér er þessu tvennu blandað saman. Útkom- an er flott! Vikan 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.