Vikan


Vikan - 19.12.2000, Side 60

Vikan - 19.12.2000, Side 60
sagði lögreglunni að þú ættir demantinn." Mér fannst eins og jörðin hefði opnast og gleypt mig. Ragna kynntist alls konar fólki í Afríku og upplifði margt. Henni fannst sem sér væri áskapað að reyna nýja og framandi hluti áður en hún flytti alfarið heim til íslands. Sá kafli ævi hennar verður ekki rakinn hér heldur látinn lesendum bókarinnar eftir. Miskunnarlausl heimilisofbeldi Ragna leitaði sífellt að draumaprinsinum og þráði að vera í sambandi við karlmann sem hún gæti falið sitt óörugga sjálf í. Þessi hugrakka kona, sem hafði ratað í ýmsar raunir, var samt ennþá öryggislaus, lítil stúlka í sálu sinni. Og eins og svo oft vill verða um konur sem þannig er ástatt fyrir hallaði hún sér upp að manni sem átti eft- ir að reynast hennar versta martröð. Ragna laðaðist að honum þrátt fyrir að hún hefði átilfinningunni aðeitthvaðslæmt vofði yfir og sá grunur hennar reyndist vera á rökum reistur. Það leið ekki á löngu þar til ,,draumaprinsinn" varfarinn að beita hana og börnin líkamlegu og andlegu ofbeldi. Ragna leitaði margsinnis aðstoðar hjá Kvennaathvarfinu og fékk þar bæði kær- komna hvíld ogfræðslu til þessað koma sér út úr ofbeldissambúðinni. f bók sinni gefur Ragna Bachmann les- endum einlæga sýn inn í margbrotið og átakamikið lífshlaup sitt og í niðurlagi bók- arinnarsegir hún: ,,Ég lærði auðmýkt. Gam- alt spakmæli frá Tíbet segir að sálarkrepp- an sé okkar besti lærimeistari því af henni lærum við þolinmæði og hluttekningu með öðrum. Ég veit að það er rétt.“ Hér er á ferðinni ævintýraleg en jafnframt átakanleg saga Rögnu Bachmann sem segir frá lífshlaupi sínu af hugrekki og hreinskilni. Ragna dvaldi lengi í Afríku þar sem hún upplifði bæði mikla hamingju og einnig raunir. íslenska stúlkan sem sleit barnsskónum í Kamp Knox hélt saklaus á vit ævintýranna í veruleikaflótta sínum og leit að sjálfri sér. Þegar Ragna var lítil stúlka í Kamp Knox sökkti hún sér niður í lestur fallega myndskreyttra blaða sem gefin voru út undir heitinu Sígild- ar Sögur og margir kannast við. í þessum blöðum voru fræg skáldverk einfölduð fyr- ir börn. Ragna heillaðist af þessum litríku og skemmtilegu sögum sem kveiktu ævin- týraþrá hennar. Hún kynntist ástinni mjög ung og varð barnshafandi aðeins 15 ára gömul. Hún gaf dóttur sína tíl ættleiðingar og færði þá miklu persónulegu fórn þar sem hún var þess fullviss að með því móti gæti hún tryggt barninu betri framtíð. Eftir ástarsorg og ættleiðingu dóttur sinn- ar ákvað Ragna að reyna að upplifa eitthvað nýtt. Það var árið 1969 og bjartsýni, frelsi ogferskleiki sveif yfirvötnum. Það má með sanni segja að Ragna hafi upplifað ótal margt í leit sinni að fegurð, öryggi og æv- intýrum og við lestur bókarinnar, sem rit- uð er af næmni af Oddnýju Sen, fylgir les- andinn Rögnu í gegnum lífsins gleði og þrautir víðs vegar um heiminn. Handtaka og réttarhöld Ragna komst oft í hann krappan í Afr- íku eins og þetta sýnishorn úr bókinni ber með sér: Ég átti mér einskis ills von þegar Mar- grét kom hlaupandi út úr búðinni og fórn- aði höndum með angistarsvip á andlitinu. ,,Hvað er að?" spurði ég. ,,Ragna mín, lögreglan er hérna!" hróp- aði hún. ,,Nú, jæja," sagði ég grandalaus. ,,Hún er að leita að þér,“ sagði Margrét. ,,Að mér?" sagði ég undrandi. ,,Af hverju í ósköpunum ? ,,Nú, þú veist, " sagði Margrét augljós- lega miður sín og mjög óróleg. Hún vissi greinilega ekki hvað hún ætti að segja mér mikið. Ég stóð fyrir framan hana, eitt spurn- ingarmerki. Skyndilega virtist hún taka ákvörðun. ,,Ragna mín,“ sagði hún með áherslu. ,,Þú verður að segja lögreglunni sannleik- ann. Allan sannleikann. Þeir eru búnir að bíða eftir að þú komir inn í búðina til að heimsækja mig.“ Mér var nóg boðið og fannst þetta vera einn skrípaleikur. ,,Hvað hefur eiginlega komið fyrir, Margrét?" spurði ég. ,,Segðu mér það strax." ,,Við Daníel vorum að ganga frá kaup- unum á demantinum í morgun þegar lög- reglan kom og tók hann í yfirheyrslu.“ ,,Hvað ertu að segja?" sagði ég skelfd. ,,En hvernig kemur það mér við?“ Margréti vafðist tunga um tönn. Að lok- um sagði hún: ,,Hann var með vegabréfið þitt á sér og 60 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.