Menntamál - 01.11.1931, Page 3

Menntamál - 01.11.1931, Page 3
MENNTAMAL ÚTGEFANDl: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON V. ÁR November J 931. 6.—7. BLAÐ Sögukennsla með Daltonaðferð; Eftir Helen Parkhurst. (Höfundur greinar þessarar er frumkvööull hinnar svonefndu DaltonaðferÖar í kennslu og stýrir nú Daltonskóla í New York borg). Eg hefi verið beðin að skýra frá því, hvernig saga er kennd með DaltonaðferÖ í tilraunaskóla mínum. ÞaÖ er eng- inn hægðarleikur, að verða við þessum óskum, því að í Dalton- kerfinu er cngin námsgreinaskifting til. Við lítum svo á, að skifting námsefnisins í námsgreinar ríði í bág við tilgang okk- ar og sé ekki réttur grundvöllur til að reisa nám á. En eg skal reyna að sýna fram á, hvernig vekja má áhuga og löng- un til sagnfræðilegra iðkana. Sú staðreynd er almennt viðurkennd nú á dögum, að keppa heri að' því, að ná til allrar persónu barnsins i hverri kennslu- stund. Taka ekki líkamlegar, vitsmunalegar og siðlegar iðkanir hverja fyrir sig, heldur allar i senn. Ef viÖ eigum að geta ali'Ö börnin réttilega upp, verðum við að leitast við, að gæta ]>essa jafnan i kennslunni. Það var vel séð fyrir námsgreinunum í skólum, á liðnum tinium, en börnin sjálf voru vanrækt. Nú leggjum við mesta stund á þroska persónuleikans, því að við höfum fengið reynslu fyrir ])ví, að ef við kennum hörnum eins og sál þeirra væri skipt í mismunandi námsgreinir, ])á verður persóriúleiki barn- anna klofinn, enda þótt ])au hafi prýðilega kennara. Ef börnin

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.