Menntamál - 01.11.1931, Síða 8
86
MENNTAMÁL
ur haf'Öi vcriÖ byggður samtímis. Eftirlíkingar húsa og borga
voru til reiðu. En er viÖ höfðum reynt kenningar okkar, fund-
um við, að skólabækur einar n.ægtSu ekki til þess að svala hin-
um þróttuga þekkingarþorsta þarnanna. Við urðum að sjá ]>eim
fyrir meiri heimiklarritum. En það var hvergi nærri nóg til
af slikum bókum, og fóru ])ví kennarar sjálfir að skrifa l)æk-
ur, sem þeir gátu vísað til, þar sem námsbækurnar ])raut. Akveð-
ið var, að sýna skyldi sjónleiki i lok skólaársins, i fjórða,
fimmta og sjötta bekk, i stað prófa. Þetta kann i fljótu brágði
að virðast einfalt, en leiðið hugann að því, hvílíka þekkingu
])arf að hafa, til ]>ess að geta sýnt slíkan sjórileik. Það þarf
að vera vel heima i venjum þjóðar þeirrar, sem sýnd er, það
þarf að vera við því búinn, að koma fram sem fremstu lista-
menn hennar og stjórnmálaleiðtogar, það þarf að vera við því
húinn, að rökræða alþjóða vandamál, eins og sín eigin. Þó að
það sé hugðnæmt og góð tilbreyting í því, að leika sjónleik,
])á er ])að töluvert örðugt, ef það er gert á þenna hátt.
Bekkjunum var skift í fjóra eða fimm hópa, sem hver átti
að hafa á hendi sérstakar eftirgrennslanir (því að eitt ár er
býsna takmarkaður tírni). Hver hópur varð að ábyrgjast þáð,
sem hann lagði til heildarstarfs bekkjarins. Til þess að ná meira
fjöri i vinnuna og gera hana áhrifameiri, var hverjum hekkjar-
fundi hagað eins og það væri upplestur á sjónleiknum. í hvert
sinn var kastað upp áætlun, stundum um eitt atriði, stundum
um heilan þátt, eftir ])ví hve langur tími leið milli hekkjar-
funda. Hlutverkum var útbýtt til bekkjarfélaga og söguvið-
burðum snúið í leik, eftir því sem námi barnanna og rannsókn-
um miðaði áfram. Það kom oft fyrir, að hugmikil sjónleika-
skáld fórnuðu heilum nóttum í vinnu sína, en hópar af félög-
um þeirra yfirheyrðu þá morguninn eftir.
Einu sinni kom eg, ásamt kennara einum, af tilviljun að dá-
litlum hóp, sem sat, undir stjórn eins félaga síns, í einu horrii
vinnustofunnar og var að semja frumvarp að pólitískri rök-
ræðu. „Hvernig gengur með sjónleikinn ?“ spurði kennarinn.