Menntamál - 01.11.1931, Qupperneq 10
88
MENNTAMÁL
minni, henni Xanþippu; þaÖ mýkir skapsmuni hennar." Mál-
inu var borgið — og Xanþippa komin inn í leikinn.
Önnur regla er sú, aÖ öll samtöl eiga aÖ koma af sjálfu sér'
og falla eðlilega. SkrifaÖir eða utanaÖlærðir kaflar mega ekki
koma fyrir. Bekkurinnn byrjar vinnu eftir gefnu merki og hlut-
verkum er skipt. Nýtt efni er jafnan tekið fyrir með samtali.
Það er undravert, live auðvelt ungu leikendurnir eiga með að
koma árangrinum af rannsóknum sínum yfir í samtalsform.
Sjónleikurinn verður til smátt og smátt, meðan árið líður, og
svo kemur að lokaprófinu. Börnin fá ekki að vita fyr en dag-
inn fyrir hvenær það verður, leikstjóri úthlutar þá hlutverk-
um í síðasta sinn. Hver nemandi hefir komið fram í öllum
hlutverkunum og oft í hverju, svo að ])að verður engum örðug-
leikum bundið, að hugsa og framkvæma sem ein heilcl. Nú
verður ös að búningsherberginu. Ar hvert eru búnir til nál.
40 leikbúningar, eftir nákvæmar húningarannsóknir, en auk ])ess
er mikið til af búningum, sem áður hafa verið notaðir. Þeir
eru reyndir og litið eftir þeim. Fyrir kemur, að nauðsynlegt
er, að l)reyta niðurskipun í hlutverk, ef það kemur í ljós, að
einhver nemandinn getur ekki troðið sér í hið rétta gervi. Dag-
inn eftir heldur svo allur hekkurinn sýningu frammi fyrir öll-
um skólanum, á þekkingu sinni á menningartímabili ]>ví, sem
rannsakað var.
Ef til vill heldur einhver, að Ihaltonkerfið sé einungis fallið til
einstaklingskennslu. Sem upphafsmaður kerfisins get eg aðeins
fullvissað um ])að, að það hefir aldrei verið ætlun mín, að úti-
loka hópvinnu hekkja og flokka, þvi að eg tel áhrifin frá sál
til sálar ómetanleg. Eg trúi ])vi hreint ekki, að bekkir, sem hafa
undirbúið sig í marga daga eftir fyrirfram gerðri áætlun, verði
nándar nærri jafngóðir og hinir, sem verða að koma fram án
aðvörunar fyrirfram, eftir tilkynningu sama morgun, kl. 10, n
eða 12, eftir ])ví sem við á. Menn ættu jafnan að hefjast tafar-
laust handa um hluti og mál, er þeir sjá, að nauðsyn krefur.
Undirbúningur er illa þokkað orð. Börnin okkar eru alltaf kapp-