Menntamál - 01.11.1931, Qupperneq 15
MENNTAMAL
93
13. norræna kennaraþingið
í Khöfn 6.—8. ág'úst 1931.
I.
Fyrsta norræna kennaraþingið var háÖ í Gautaborg 1870.
Hugmyndin er eldri, upphaflega komin frá Danmörku. En
SlesvíkurstríÖiÖ síÖara og missir SuÖurjótlands í hendur ÞjóÖ-
verjurn þjappaði Norðurlandabúum saman, beindi hugum þeirra
til aukinnar samúðar og öflugra samstarfs. Þá rann upp blóma-
öld „Skandinavismans". Skáldin sungu um þrjár greinar á ein-
um stofni og þrinnuðu taugina, sem trauðlega slitnar. Það var
tilgangur kennaraþinganna að styrkja þessa taug, auka samúð-
og samvinnu meðal alþýðukennara á Norðurlöndum og flytja
menningaráhrif frá einni þjóð til annarar.
Ekki er fyrir það að synja, að kennarajúngin hafi nokkuru
áorkað i þessa átt. Þau hafa vafaláust vikkað sjóndeildarhring
margra kennara, aukið kynningu stéttarbræðra og stéttarsystra
meðal grannþjóðanna, rutt hraut ýmsum nýjungum, bæði
kennsluaðferðum og kennslutækjum og þroskað skilning kenn-
aranna á því, sem sameiginlegt er fyrir alla Norðurlancíabúa
annars vegar, og hins vegar á þvi, sem sérstaklegt er fyrir
hverja þjóð.
Þingin' voru haldin til skiftis í Svi])jóð, Danmörku og Noregi.
Finnland var þá enn háð Rússum og ísland „óaðskiljanlegur
hluti Danaveldis“. Þeir fáu íslendingar, sem sóttu þingin, töld-
ust meðal danskra þátttakenda. Svo var enn á þinginu i Stokk-
liólmi 1910, en þar voru allmargir íslenzkir kennarar. Enn frem-
ur í Osló 1920. Þá er þó ísland komið i tölu sjálfstæðra
ríkja, eins og Finnland, enda er þess þá og minnst i sérstakri
ræðu.
II.
Á þinginu i Helsingfors 1925 var þrinnaða taugin orðin
fimmþætt. Þá blaktir íslenzki fáninn við hlið hinna fjögiirra