Menntamál - 01.06.1943, Síða 47

Menntamál - 01.06.1943, Síða 47
MENNTAMÁL 37 Minningarsjódur um Aðalstein Sigmuudssoii — ÁVARP FRÁ UNGMENNAFÉLAGI ÍSLANDS. — Með hinu sviplega fráfalli Aðalsteins Sigmundssonar kennara hafa ungmennafélögin misst liinn fórnfúsasta forvígismann, sem fyrir þau hefir starfað, og kennarastéttin einn af sínum merkustu brautryðj- endum. Ungmennafélag íslands hefir ákveöið aö stofna sjóð til minningar um Aöalstein Sigmundsson. Markmiö lians á aö vera aö stuðla aö menntun efnilegra manna, er sýnt hafa áliuga og þroska til félags- legra starfa innan Umf. Sambandsþing U. M. F. t. í vor setur reglu- gerö um sjóðinn. Aölsteinn Sigmundsson gerðist athafnasamur félagsmaður í fyrsta Umf. í landinu, Umf. Akureyrar, á unylingsaldri og vann Umf. allt sem hann mátti til síðustu stundar. Efling þeirra var eitt af hjart- fólgnustu áhugamálum hans og liefir enginn einstakur maður unnið jafn lengi fyrir Umf. af mikilli fórnfýsi og einlœgni sem Aðalsteinn. Þá sýndi hann óvenjulega mikla umhyggju fyrir efnilegum nemendum sínum, er liöfðu erfiða aðstöðu til náms, og stuðluðu að framhalds- námi margra þeirra með ýmsum hœtti. Við vitum því ekki neitt, sem er í betra samrœmi við lifsstarf hans og áhugamál, en stofnun sjóðs, er hefir þann höfuð tilgang að koma játœkum, efnilegum félagssinn- uðuin mönnum til aukins þroska og menntunar. Ungmennafélag íslands leggur 2000,00 kr. fram og heitir á Umf. um land allt og liina mörgu nemendur og vini Aðalsteins að auka við þessa upphœð, til þess að varðveita minningu hans á þann liátt, sem er í mestu samrœmi við lifsstarf hans, og við þykjumst viss um að hafi verið honum nœst skapi. Dagblöðin í Reykjavík og Tíminn veita nú þegar og fyrst um sinn viðtöku gjöfum í minningarsjóðinn gegn sérstökum minningarspjöld- um um Aðalstein Sigmundsson. Síðar verða gefin út minningarspjöld, þar sem óllum verður gefinn kostur á að gefa gjafir í sjóðinn til minningar látnum ástvinum sínum og styrkja með þvi framangreinda starfsemi. í stjórn Ungmennafélags fslands, EIRÍKUR J. EIRÍKSSON, DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON, HALLDÓR SIGURÐSSON

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.