Menntamál - 01.06.1943, Síða 50

Menntamál - 01.06.1943, Síða 50
40 MENNTAMÁT, Áform fyrir yfirstandandi tímabil. Sem stendur eru skólar og háskólar samtaka í því að vinna að stríðsframleiðslunni. Eftirliggjandi skýrslur sýna það sem áformað er að koma í framkvæmd þegar í stað. 1. Æfa verkalýð fyrir stríðsframleiðslu og herþjónustu. 2. Framleiðsla á varningi og nauðsynjum til stríðsins. 3. Sparnaður á varningi með skynsamlegri notkun og meðferð hans. 4. Hjálp til að safna peningum til að standast kostnað af stríðinu. 5. Auka mannaflið með því að bæta úr vankunnáttu. 6. Efling á heilsu og líkamlegum kröftum. 7. Vernda skólabörn og eignir fyrir árásum. 8. Vernda lýðræðishugsjónir gegn hættum stríðsins. 9. Kenna aðalatriði, áform og framgang stríðsins og friðarins. 10. Halda við kjarki hjá börnum og fullorðnum. 11. Styðja skynsamlega hollustu við amerískt lýðræði. Framlag skólanna til stríösframleiöslu hefur verið mikið og gagnlegt. Dr. Counts dregur athygli að eftirfarandi: 1. Alþýðuskólar seldu stríðsmerki fyrir meira en 80,000,000 dollara árin 1941—’42. 2. Tíu miljónir af skólabörnum buðust af frjálsum vilja til þess að selja þessi veðbréf sumarið 1942. 3. Unglingadeild Rauða krossins, sem hefur meir en 14,000,000 meðlimi, stofnaði yfir 1000 félög til þess að veita hjálp í viölögum, beinlínis eða óbeinlínis í sambandi við stríðið. 4. Ungling'adeildir ameríska Rauða krossins gáfu 500,000 dollara til stríðsframtaka Rauða krossins og var fénu aðallega safnað gegnum starf hópa eða einstaklinga. 5. Skólabörn bjuggu til yfir 500,000 flíkur fyrir flótta- börn og meira en 3,000,000 til þæginda og skemmtunar fyrir herdeildirnar. 6. Skólarnir hafa séð um 169,000 kálgarða og einnig haft

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.