Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 14
4 MENNTAMÁI. styðja hann til einhvers náms, umfram venjulega barna- fræðslu. 1911 brá Sigmundur búi og fluttist til Akureyrar. Þar hóf Aðalsteinn prentnám hjá Oddi Björnssyni, prent- smiðjustjóra, en þeir voru vinir Sigmundur og hann. Jafn- framt hóf Aðalst. nám í iðnskóla Akureyrar. Þar lauk hann ágætu burtfararprófi 1913, eftir tveggja vetra nám. Prent- námi lauk hann þó ekki, því að hugurinn beindist þá inn á aðra braut, eins og síðar mun sagt verða. Á Akureyri kynntist Aðalst. ungmennafélagshreyfing- unni og varð heillaður af henni. Tók hahn þátt í störfum U. M. F. Akureyrar með lífi og sál. Var hann alla tíð síðan hinn traustasti og bezti ungmennafélagi. Mjög snemma hneigðist Aðalsteinn að uppeldis- og fræðslumálum. Því var það, að hann lauk ekki prentnámi. 1916 fór hann í II. bekk kennaraskólans. Á Akureyri hafði hann notið ágætrar kennslu í íslenzku hjá Adam Þorgríms- syni frá Nesi og lagði Aðalst. jafnan mikla rækt við að efla þekkingu sína í íslenzkri tungu og bókmenntum. Einn- ig hafði hann mikið yndi af náttúrufræði og aflaði sér víðtækrar þekkingar í þeirri grein. Árið 1917—18 féll kennsla niður í kennaraskólanum vegna dýrtíðarráðstaf- ana. Þann vetur dvaldi Aðalsteinn heima í sveit sinni og stundaði kennslustörf. Haustið 1917 samdi hann fyrirlestur um uppeldi, sem prentaður var á Akureyri. Mun það vera fyrsta rit Aöalsteins, sem birtist á prenti. Fyrirlestur þessi sýnir bæði þekkingu, áhuga og framsýni þessa tvítuga manns, á uppeldismálum þjóðarinnar. Veturinn 1918—19 var Aðalst. í III. b. kennaraskólans og tók ágætt próf um voriö, þótt mikil veikindi hefðu tafið allt skóiastarf, svo sem kunnugt er. Þann vetur dó Guö- mundur Magnússon, skáld. Var kært með þeim frændum, Aðalsteini og honum. Guðm. skáld mun hafa séð hvað í hinum unga manni bjó og studdi hann með ráðum og dáð, á námsbrautinni. Aðalsteinn missti því mikið, er Guðm. féll frá og harmaði hann mjög. Mér er það minnisstætt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.