Menntamál - 01.06.1943, Qupperneq 16

Menntamál - 01.06.1943, Qupperneq 16
6 MENNTAMÁL náttúrugripasafn sitt. Aðalsteinn jók nokkuð við það og sá um það með prýði. Hinn 5. maí 1920 stofnaði Aðalsteinn Ungmennafélag Eyrarbakka, með um 40 ungmennum. Voru það flest fulln- aðarprófsbörnin og unglingar, sem höfðu verið í kvöldskóla þá um veturinn. Fáir voru þar yfir tvítugt. Var það glæsi- legur hópur, enda átti hann fyrir höndum skemmtilegt samstarf næstu áriri undir forystu Aðalsteiris. U. M. F. Eyr- arbakka var og er með allra beztu U. M. F. í Sunnlendinga- fjórðungi og starf þess fyrir æskulýð Eyrarbakka löngu viðurkennt. Væri freistandi að skrifa meira um það, en rúm leyfir það ekki, og vil ég benda á Skinfaxa 1930, þar sem ritað er um 10 ára afmæli þess félags. Aðalsteinn gerðist einnig brautryðjandi skátafélagsskap- arins austan fjalls. Veturinn 1921 stofnaði hann skátafé- lagið ,,Birkibeina“ og var leiðtogi þess meðan hann dvaldi eystra. Hafði hann mikla trú á uppeldisgildi'þess félags- skapar og vann mikið að hugsjónum hans. Á Eyrarbakkaárum sínum tók AÖalsteinn drjúgan þátt í starfsemi góðtemplara, þvi að hann var eindreginn bind- indismaður alla æfi, bragðaði hvorki tóbak né áfengi. Þá tók hann og nokkurn þátt í stjórnmálum, meðan hann dvaldi á Eyrarbakka. Var hann öruggur málsvari Fram- sóknarflokksins og þótti allharður viðskiptis á fundum, því að hann var málafylgjumaður mikill og gat verið óvæginn í oröum, ef því var að skipta og ekki undanlátssamur. Fylgdi hann því jafnan með einurð og festu, sem hann taldi rétt vera, við hvern sem var að eiga. Þess vegna átti hann og líka nokkra andstæðinga, sem að líkindum lætur. Samt naut hann yfirleitt álits og virðingar í skóla- og félagsstarfi sínu hjá málsmetandi mönnum og æ því meir, sem lengra leið, svo sem nú er alkunnugt. Á sumrin var Aðalst. fyrst í kaupavinnu, en 1924 tók hann að sér skógarvarðarstöðuna í Þrastaskógi og gegndi henni mörg ár. Þótti honum það ágætt starf og skemmtilegt,

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.