Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 54

Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 54
44 MENNTAMÁL hermenn. Þeir safna blaðaúrklippum í bækur, svo að þeir geti fylgzt með því, sem gerist hvar sem er í heiminum. Dr. Counts er á þeirri skoðun, að lærisveinar nú á dögum hafi stórum meira vakandi auga á öllu því, sem fram fer, heldur en eldri kynslóðin á þeirra aldri. Aðaláform. Hér fara á eftir nokkuð af áformum þeim, sem mennta- málanefndin hefur mælt með sem sérstaklega nauðsynleg á dagskrá skólanna: 1. Styrkja alþýðu- og háskóla í sambandi við heilsufar, öryggi og líkamsæfingar. 2. Tryggja hagfræðilega velmegun með því að skapa tækifæri til almennari menntunar og auka skilning og umburðarlyndi hinna ýmsu lærisveina frá fjölskyldum, sem efnahagslega eru í ólíkum kringumstæðum. 3. Verja nokkrum tíma til þess að kynna nemendunum ábyrgð þá, sem Ameríka hefur í sambandi við frelsi og rétt- læti í framtíðinni. 4. Leggja sérstaklega áherzlu á skilning og þekkingu á siðferðis- og velferðarmálum, — í öllum bekkjum skólanna. 5. Auka áhrif skemmtana og lista í sambandi við skólana og opna þá til nota fyrir nágrannahverfin. 6. Auka þekkingu og samúð milli hinna ýmsu þjóðar- stofna, sem finnast í menntastofnunum, svo að skilning- urinn vaxi meðal hinna mismunandi þjóðflokka með ólík- ar skoðanir. 7. Auka glögga þekkingu á lýðræði, upphafi þess, vexti, framkvæmdum og gildi. 8. Haga öllu í skólunum þannig, að þeir hafi í stjórn og tilhögun á sér lýðræðissnið. 9. Gera íhugaðar ákvarðanir í skólunum viðvíkjandi helgisiðum, sjónleikum, sönglist og öðrum athöfnum sem votta hollustu við land og þjóð. 10. Segja sannleikann viðvíkjandi stjórnmálum, mann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.