Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 58
48
MENNTAMÁL
Stjórnarskipun S.Í.B.
Á fundi sínum í maímánuði skipti stjórn samtaandsins me'ö sér
verkum. í stað hins látna formanns, Aðalsteins Sigmundssonar, tók
Guðmundur I. Guðjónsson sæti í sambandsstjórn. Er verkaskiptingin
þannig: Ingimar Jóhannesson formaður, Sigurður Thorlacius vara-
formaður, Guðmundur I. Guðjónsson ritari, Jónas B. Jónsson vara-
ritari, Pálmi Jósefsson gjaldkeri, Arngrímur Kristjánsson, varagjald-
keri og Gunnar M. Magnúss.
Vorskólar
starfa nú í Reykjavtk og munu starfa um land allt í ár. Vorskóli
hefur fallið niður þrjú síðastliðin vor í Reykjavík og víðar, vegna
hernámsins.
Sumardvalarnefnd
starfar í ár, eins og nokkur siðustu sumur. Er starfsvið hennar að
koma börnum til dvalar á sveitaheimilum; ennfremur mun nefndin
reka nokkur dvalarheimili fyrir barnahópa.
Arngrímur Kristjánsson
skólastjóri hefur fengið 1% árs orlof frá skóla sínum. Hefur hann
í hyggju að sigla til Vesturheims og kynna sér skóla þar í álfu.
Sundnám og handavinna.
í Reykholti 1 Borgarfirði er nýlokið sundnámskeiði fyrir fullnaðar-
prófsbörn frá Stykkishólmi og víðar að. Með samvinnu þeirra Bjarna
M. Jónssonar kennslueftirlitsmanns, Þorsteins Einarssonar íþrótta-
fulltrúa og Lúðvigs Guðmundssonar skólastjóra Handíðaskólans. Var
hér gerð athyglisverð tilraun til að tengja kennslu í handavinnu við
sundnámskeið þau, sem nú eru víða haldin á vorin fyrir fullnaðar-
prófsbörn.
Telpunum var kenndur einfaldur saumaskapur, en drengjunum tré-
smíði. Hannyrðir telpna kenndi Guðfinna Guðbrandsdóttir, en smíðar
kendi Árni Jónsson frá ísafirði, sem stundað hefur kennaranám í
smíðadeild Handíðaskólans.
Kennsla þessi tókst ágætlega, enda þótt tíminn til undirbúnings
væri mjög stuttur, og er þess að vænta að framhald verði á slíkri til-
högun vornámskeiða fullnaðarprófsbarna.
Ritstjóri: Gunnar M. Magnúss