Menntamál - 01.06.1943, Qupperneq 20

Menntamál - 01.06.1943, Qupperneq 20
10 MENNTAMÁI, 3) Nóatún e. Wilh. Heinesen (í handriti). 4) Fœreyjar, land og þjóð e. Jörgen Frantz Jacobsen (í handriti), Barnabækur, þýddar úr sænsku og dönsku: 1. ) Njáll þumalingur I. e. Selmu Lagerlöf. (1928. Þýdd m. leyfi höfundar). 2. ) .Þegar drengur vill, e. Torry Gredsted (1941). 3. ) í útlegð, e. sama (1942). 4. ) Milljónasnáðinn, e. Walter Christmas (Æskan 1942). Aðalsteinn gaf sjálfur út þessar bækur: 1. ) Ég lofa-------e. Vilh. Bjerregaard. Skátasaga. Eir. J. Eiríksson, þýddi (1927). 2. ) Feröasögur e. Jón Trausta (1930). 3. ) Njáll þumalingur I., e. Selmu Lagerlöf (1928). Ennfremur sá hann um útgáfu á „Myndurn" Ríkar'ðar Jónssonar, 1930 og „Ritsafn I., e. Jón Trausta, 1939, Einn- ig gaf hann út um tíma, ásamt Gunnari M. Magnúss. ritstj. barnatímaritið „Sunnu“. Var það sérstætt rit og skemmti- legt, en „varð úti“ vegna fátæktar og skilningsleysis, eins og margt annað. Síðustu árin vann Aðalsteinn mikið að íþróttamálum, þótt hann hefði sjálfur lagt litla stund á íþróttir. Þó var hann sundmaður góður og göngumaður ágætur. En hann hafði bjargfasta trú á, að íþróttir væru æskulýð íslands hinn mesti menningarauki og bezta vörn gegn hvers kyns óreglu og nautnalyfjum. Því voru honum þau mál hjart- fólgin. Það var vel ráðið, er Aðalsteinn var skipaöur í nefnd þá, er undirbjó íþróttalögin nýju. En sú löggjöf er lang- stærsta átakið, sem enn hefur verið gert í íþróttamálum okkar. Síðar var Aðalsteinn skipaður í íþróttanefnd ríkis- ins, er ásamt íþróttafulltrúa, sér uih framkvæmd hinna nýju laga. Þar var hann fulltrúi U. M. F. í. Aðalsteinn var einn af stofnendum Sambands íslenzkra barnakennara og hefur alltaf tekið mikinn þátt í félags- málabaráttu stéttar sinnar. Síðan 1934 hefur hann átt sæti

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.