Menntamál - 01.06.1943, Qupperneq 56

Menntamál - 01.06.1943, Qupperneq 56
46 MENNTAMÁL mötuneytinu að Gimli og síðar ýmsir nánustu vinir hans, að hlið „Esju“, sem fór áleiðis til Akureyrar um kvöldið. í Príkirkjunnni flutti sr. Eirkur J. Eiriksson á Núpi, forseti U. M.F. í. snjalla ræðu og Davíðsen, færeyskur blaðamaður, flutti kveðju frá Færeyjum. Sungið var jafnan á undan og eftir ræðunum, bæði í skól- anum og kirkjunni. Kirkjukór Hallgrímskirkju, er Páll Halldórsson kennari stjórnar, annaðist sönginn af mestu prýði, Þórarinn Guð- mundsson lék og á fiðlu í kirkjunni. Skátar stóðu heiðursvörð í kirkjunni og gengu siðan fylktu liði fyrir líkfylgdinni undir íslenzkum fánum að skipshlið.1) Fríkirkjan var þéttskipuð fólki og líkfylgdin mjög fjölmenn. Eink- um vakti það eftirtekt, hve margt var þar af ungu fólki. Þessi kveðju- athöfn fór mjög virðulega fram og var sýnilegur vottur um hinar miklu vinsældir Aðalsteins Sigmundssonar. Tveir kennarar fóru með líki Aðalsteins norður, þeir Þórður J. Pálsson og Ingimar Jóhannesson. Með „Esju“ var einnig sent lík Halldórs Ketils Sigurðssonar, frá Garði í Aöaldal, þess er fórst af bíl- slysi á annan í páskum. „Esja“ kom til Akureyrar 1. maí. Þá voru ófærir vegir austur í Aðaldal. Líkin voru send með „Súðinni" til Húsa- víkur á sunnudaginn 2. maí. Þar blöktu fánar í hálfri stöng og mann- fjöldi á bryggjunni, er skipið renndi að, þar á meðal fallegur skáta- hópur, er Sig. Gunnarsson, skólastjóri, stjórnaði. Gengu þeir fyrir lík- vagninum, undir íslenzkum fánum, að Húsavíkurkirkju. Þar var num- ið staðar og karlakórinn „Þrymur", er sr. Friðrik A. Friðriksson stjórnar, söng sálminn: „Lýs milda ljós“. Var þetta látlaus en inni- leg kveðja. Síðan var haldið að Nesi í Aðaltíal um kvöldið og kist- urnar bornar þar í kirkju af nánustu skyldmennum og vinum hinna látnu. Jarðarförin fór fram að Nesi hinn 5. mai. Var þar fjölmenni saman- komið, þrátt fyrir hríðarveður og mislingahættu. U. M. F. „Geisli" í Aðaldal hafði skreytt kirkjuna með grænum sveigum og lifandi blómum. íslenzkir fánar voru festir á kórgafl, sinn yfir hvorri kistu. Kisturnar voru fagurlega skreyttar og fjöldi blóm- sveiga hafði borizt. Aðalræðuna flutti sr. Þorgrimur Sigurðsson á Grenjaðarstað. Jó- hannes Friðlaugsson, kennari, hélt minningarræðu um hina látnu, er báðir höfðu verið nemendur hans og flutti kvæði til Aðalasteins frá Kennarafélagi Þingeyinga. Ingimar Jóhannesson, kennari, mælti nokkur kveðjuorð við kistu Aðalsteins og bar fram kveðjur frá Sam- bandi íslenzkra barnakennara og Ungmennafélagi íslands. Hann flutti 1) Þar var kistan sveipuð islenzkum fána og síðan hafin urn borð.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.