Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 23
MENNTAMÁL
13
Kveðja
flutt ylir líkbiiniui AdalsteÍns Siffiminilssonar í kennslnstofn lians
í Aiistufbæjarskíílannni
Aðalsteinn Sigmundsson, starfstaróðir og vinur.
Fyrir fáum vikum síðan, rétt áður en þú lagðir af stað
i hina örlagaríku ferð, sazt þú heima hjá mér, glaður og
reifur og við ræddum sameiginleg áhugamál. Meðal ann-
ars varð þér tíðrætt um börn á vissum stöðum í nárns-
stjórnarumdæmi þínu, sem farið hefðu varhluta lögboðins
náms og sjálfsagðra menntunarskilyrða og eins og vænta
mátti, varst þú albúinn að leggja fram krafta þína, börn-
unum til hjálpar, börnunum í þínu héraði, og börnum
annarsstaðar á landinu, þar sem líkt stóð á. Þú ætlaöir að
skrifa um málið, ráðgast um það við yfirvöldin og að sjálf-
sögðu umfram allt að vinna í kyrþey meðal fólksins, sem
þér hafði verið falið að leiðbeina.
Störf þín, Aðalsteinn, voru óvenjulega umsvifamikil og
margvísleg, en kjarninn í öllu starfi þínu held ég að hafi
verið að finna í þrotlausri viðleitni og óslökkvandi áhuga
á að styðja og efla börn og unglinga til aukinna mennta
og menningar, og sér í lagi þá, sem umkomuminnstir voru.
Þú gerðir það í daglegu kennslustarfi þínu, þú gerðir
það sem rithöfundur og æskulýðsleiðtogi, þú gerðir það
sem vinur og velgerðarmaður.
Þú skildir það, Aðalsteinn, af skarpskygni þinni og lif-
andi skilningi, sem aldrei brást og alrei gleymdist, að fyrsta
skilyrðið til þess, að efla barn eöa ungmenni til mennta,
er að vekja varanlegan áhuga þess. Fnginn getur lært neitt
að varanlegu gagni, án þess að vilja það sjálfur, og án þess
að leggja fram krafta sína sjálfur. Þessum einföldu en
óskeikulu sannindum hættir okkur kennurum og foreldr-
um stundum við að gleyma eða vanmeta gildi þeirra. Ég
efast um, aö þú hafir nokkurt augnablik gleymt þeim.