Menntamál - 01.06.1943, Síða 14

Menntamál - 01.06.1943, Síða 14
4 MENNTAMÁI. styðja hann til einhvers náms, umfram venjulega barna- fræðslu. 1911 brá Sigmundur búi og fluttist til Akureyrar. Þar hóf Aðalsteinn prentnám hjá Oddi Björnssyni, prent- smiðjustjóra, en þeir voru vinir Sigmundur og hann. Jafn- framt hóf Aðalst. nám í iðnskóla Akureyrar. Þar lauk hann ágætu burtfararprófi 1913, eftir tveggja vetra nám. Prent- námi lauk hann þó ekki, því að hugurinn beindist þá inn á aðra braut, eins og síðar mun sagt verða. Á Akureyri kynntist Aðalst. ungmennafélagshreyfing- unni og varð heillaður af henni. Tók hahn þátt í störfum U. M. F. Akureyrar með lífi og sál. Var hann alla tíð síðan hinn traustasti og bezti ungmennafélagi. Mjög snemma hneigðist Aðalsteinn að uppeldis- og fræðslumálum. Því var það, að hann lauk ekki prentnámi. 1916 fór hann í II. bekk kennaraskólans. Á Akureyri hafði hann notið ágætrar kennslu í íslenzku hjá Adam Þorgríms- syni frá Nesi og lagði Aðalst. jafnan mikla rækt við að efla þekkingu sína í íslenzkri tungu og bókmenntum. Einn- ig hafði hann mikið yndi af náttúrufræði og aflaði sér víðtækrar þekkingar í þeirri grein. Árið 1917—18 féll kennsla niður í kennaraskólanum vegna dýrtíðarráðstaf- ana. Þann vetur dvaldi Aðalsteinn heima í sveit sinni og stundaði kennslustörf. Haustið 1917 samdi hann fyrirlestur um uppeldi, sem prentaður var á Akureyri. Mun það vera fyrsta rit Aöalsteins, sem birtist á prenti. Fyrirlestur þessi sýnir bæði þekkingu, áhuga og framsýni þessa tvítuga manns, á uppeldismálum þjóðarinnar. Veturinn 1918—19 var Aðalst. í III. b. kennaraskólans og tók ágætt próf um voriö, þótt mikil veikindi hefðu tafið allt skóiastarf, svo sem kunnugt er. Þann vetur dó Guö- mundur Magnússon, skáld. Var kært með þeim frændum, Aðalsteini og honum. Guðm. skáld mun hafa séð hvað í hinum unga manni bjó og studdi hann með ráðum og dáð, á námsbrautinni. Aðalsteinn missti því mikið, er Guðm. féll frá og harmaði hann mjög. Mér er það minnisstætt,

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.