Menntamál - 01.02.1944, Blaðsíða 4
22
MENNTAMÁL
ég aðeins eftir tveim undantekningum, þar sem ég mætti
nokkrum misskilningi á eftirlitsstarfinu. Aftur á móti
kvörtuðu kennarar — og skólanefndir reyndar líka — yfir
því, að viðstaðan væri of stutt. Nú í vetur hef ég hugsað
mér að haga störfum á þann veg að heimsækja færri
skóla, en standa lengur við.“
„Hvernig virðist þér viðhorf manna vera til skólamál-
anna,“ spyr ég.
„Mér sýnist, að nú sé að rísa ný áhugaalda í landinu
um skólamál barna og unglinga,“ svarar Bjarni.
„I hverju kemur það fram?“
„Þú munt nú varla gera þig ánægðan með það eitt, að
vitnað sé í viðtöl ,við forráðamenn fræðslumála í skóla-
héruðum á mínu svæði,“ segir Bjarni, „heldur vilja vita
um fjárframlög og verklegar framkvæmdir. Segja má,
að í langsamlega flestum hreppum hafi verið lagt fé til
hliðar til þess að bæta um skólahúsnæði það, sem fyrir
er, eða byggja nýja skóla, þegar auðveldara verður um
efni og vinnukraft, en á allmörgum stöðum hefur þó
verið ákveðið timamark, hvenær hefjast skuli handa um
verklegar framkvæmdir. Væri vel, ef ríkið legði þegar
til hliðar fé að sínum hluta móti hreppunum, svo að ekki
þurfi að standa á ríkisframlaginu, þegar framkvæmd-
irnar byrja, en gera má ráð fyrir, að það verði um svipað
leyti í mörgum hreppum. Framkvæmdir eru enn sem
komið er mestar í Gullbringusýslu. Þar var vígður nýr
skóli í Njarðvíkum 19. desember s.l. Viðbótarbygging við
skólahús í Gerðahreppi er nær fullgerð. Grunnur hefur
verið lagður að nýjum skóla á Vatnsleysuströnd. Og þess
mun ekki langt að bíða, að nýir skólar rísi upp í Grinda-
vík og Keflavík. Telja má víst, að næsta sumar verði
byrjað á skólabyggingu á Selfossi, en á Eyrarbakka og
Stokkseyri hefur nýjum skólum verið ákveðinn staður að
ósk skólanefndanna þar. Mjög víða í umdæmi mínu er
mikið gert að umbótum á skólunum, t. d. með því að raf-