Menntamál - 01.02.1944, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.02.1944, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 31 Úr biblíusögum Smaladrengurinn. Einu sinni var drengur, sem hét Davíð. Hann átti heima 1 borginni Betlehem. Faðir hans hét Ísaí og átti stórar hjarðir af sauðum og nautum. Hagarnir hjá Betlehem voru ekki girtir, svo að smal- arnir urðu að sitja hjá fénu sínu til þess að það rásaði ekki burtu. Strákarnir í Betlehem voru ekki eldri en tíu eða tólf ára, þegar farið var að kenna þeim að gæta kúa og kinda. Þegar þeir voru orðnir 14 eða 15 ára, gátu þeir gert það eins vel og fullorðnir karlmenn. Davíð lærði að gæta fjár eins og aðrir. Þegar hann hafði aldur til, fór hann á hverjum degi með hjörð sína upp í hæðirnar fyrir utan borgina. Hann var góður fjármaður. Ef lítið lamb meiddi sig, tók hann það varlega í fangið og reyndi að láta því líða betur. Ef einhver kindin flæktist burt, leitaði hann að henni og kom henni heim. Davíð hugsaði um að láta féð sitt vera þar, sem grasið var grænt og loðið. Hann hugsaði líka um að láta það ná í hreint og tært vatn. Og hann var eins góður við það og það hefði verið fólk en ekki skepnur. Hann gaf öllum kindunum sínum nafn. Á hverjum morgni kom hann að dyrunum á fjárbyrginu og kallaði á þær. Á hverju kvöldi, þegar tími var kominn til að halda heim, kallaði hann aftur í þær og þá komu þær hlaupandi til hans. Stundum kom það fyrir, að lamb villtist svo langt í burt, að það heyrði ekki til hans. Þá skildi Davíð allt hitt féð eftir til þess að leita að

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.