Menntamál - 01.02.1944, Blaðsíða 16
34
MENNTAMÁL
samfundi. Loks voru allir tilbúnir, foreldrar og börn, og
lögðu af stað til þess að hitta Jesúm.
Þegar þau komu til hans, var hann önnum kafinn við
að lækna sjúklinga, sem höfðu verið fluttir til hans, og
að segja fólki, hvernig það ætti að gera lífið gott og
fallegt.
Foreldrarnir olnboguðu sig gegnum mannþröngina og
réttu fram börnin, svo að Jesús gæti snert þau. En læri-
sveinarnir, sem voru að hjálpa Jesú, reyndu að ýta þeim
frá. Þeir voru hræddir um, að smákrakkarnir trufluðu
meistarann í því, sem hann var að gera fyrir fullorðna
fólkið.
En Jesús sá vonbrigðasvipinn á foreldrunum og börn-
unum. Hann sneri sér að lærisveinunum og sagði:
„Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim
það ekki, því að slíkra er guðsríkið."
Lærisveinunum hafði skjátlast. Jesú þótti of vænt um
smábörnin til þess að reka þau burtu. Hann tók þau sér
í fang, lagði hendur yfir þau og blessaði þau.
Alla ævi sína mundu þessi smábörn þennan dásamlega
dag, þegar meistarinn tók þau í faðm sér og sagði við
fólkið:
„Hver, sem ekki tekur á móti guðsríki eins og barn,
mun alls ekki inn í það koma.“
(Þessir tveir kallar hér að framan eru þýddir úr amerfskum biblíu-
sögum eftir I.illie A. Faris. Framan við bókina vekur höfundurinn
athygli á því, að málfar á henni sé þannig, að börn undir tólf ára
aldri geti liaft full not frásagnarinnar og lesturinn orðið þeim til
ánægju. Þessa er bersýnilega getið í meðmælaskyni með bókinni, og
er þá svo að sjá, að það þyki kostur á kennslubók þar í landi, að
börnin geti skilið hana. Annars væri það kannske ekki úr vegi, að
bera þessa kafla úr bók ungfrúarinnar saman við tilsvarandi kafla í
biblíusögum þeim, sem kenndar eru í barnaskólum okkar. Hvor frá-
sagnaraðferðin mundi vera vænlegri til þess að laða börnin að náms-
efninu og verða þeint að því gagni, sem til er ætlast? Ætli okkar
bibliusögur ynnu við þann samanburð?)