Menntamál - 01.02.1944, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.02.1944, Blaðsíða 14
32 MENNTAMAL lambinu, sem vantaði. Þegar hann hafði fundið það, bar hann það í fanginu heim að byrginu. Kindurnar hans Davíðs þekktu rödd hans og komu, þegar hann kallaði, en þær gegndu ekki ókunnum manni. Oft sat Davíð á steini og horfði á þær, meðan þær voru að bíta. Stundum lék hann á hörpuna sína. Hann hafði hana næstum því alltaf með sér. Kindurnar lágu oft við fætur Davíðs, meðan þær voru að jórtra, eins og þú sérð þær gera á myndinni. Stundum æfði Davíð sig að slöngva steini í mark, en hann gleymdi aldrei að gæta að fénu fyrir því. Einu sinni réðst bjarndýr á hjörðina og náði í lítið lamb. Davíð drap björninn með stórum staf og fór með lamb- ið til mömmu sinnar. Öðru sinni kom stórt ljón og réðst á lamb. En Davíð var hvergi smeikur, heldur þreif í kampana á því og drap það og bjargaði litla lambinu. Davíð vissi, að hann hefði ekki getað gert þetta einn síns liðs. „Drottinn frelsaði mig úr klóm ljónsins og úr klóm bjarnarins,“ sagði hann. Þegar Davíð var orðinn fulltíða maður, hugsaði hann oft um kindurnar sínar og hvernig hann hefði séð um, að þær fengju grænt gras og gott vatn. Hann sagði við sjálfan sig, að hann væri viss um, að guði þætti eins vænt um börnin sín og sér hefði þótt um kindurnar. Þá orti Davíð fallegan sálm, sem er kallaður hjarð- mannssálmurinn og menn í öllum löndum lesa. Hann er svona: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.