Menntamál - 01.02.1944, Page 6
24
MENNTAMAL
tíma en áður, og samanburðurinn við húsnæði barnanna
heima fyrir skólunum óhagstæðari en fyrr. Kennslustof-
urnar eru yfirleitt snauðar af því, er til prýði má vera.
Á stöku stað eru þó málverk og myndir í kennslustof-
um, en list í línum og litum á í rauninni eins mikið erindi
í barnaskóla og sönglist og ljóðlist. Mér hefur oft dottið
í hug, að það stæði nærri kvenfélögunum að vinna að
því, að kennslustofurnar séu gerðar vistlegri, eins og þau
hafa sums staðar góðu heilli prýtt kirkjur.“
„En hvernig er með skólaáhöldin?“
„Undanfarið hafa erlend kennsluáhöld yfirleitt ekki
fengizt hér í búðum, en víða hefur verið bætt um skóla-
töflurnar.“
„Hvað viltu nefna fleira til, er sýni áhuga manna á
fræðslumálunum, heldur en þennan dugnað við byggingu
og endurbætur skólahúsa hið ytra og innra?“
„Meðal annars áhuga fyrir aukinni kennslu í sérgrein-
um, svo sem leikfimi, söng, handavinnu og matreiðslu,“
segir Bjarni. „Víða í hinum svonefndu eins manns skól-
um, en það er skóli, þar sem ekki starfar nema einn
kennari, hafa þessar námsgreinar orðið nokkuð útundan,
eins og eðlilegt er.“
„Já,“ segi ég, „það hefur stundum verið lögð áherzla
á það í auglýsingum um slíkar stöður, að óskað væri eftir
að umsækjendur gætu kennt þessar námsgreinar — auk
annars.“
Bjarni játar því, og bætir svo við: „Það er vitaskuld
ágætt, að kennari við skóla sem þessa sé svo fjölhæfur,
að hann geti kennt þessar sérgreinar, fleiri eða færri,
en annmarkar eru þó á að velja mann í stöðuna eftir því
fyrst og fremst. Kennara við eins manns skóla ríður
mest af öllu á að hafa til að bera stjórnsemi og forstöðu-
hæfileika. En sérgreinarnar hygg ég að mætti að ein-
hverju leyti kenna á námskeiðum, annað hvort með um-
ferðakennslu eða í sambandi við sundnám eða þá helzt