Menntamál - 01.02.1944, Side 17

Menntamál - 01.02.1944, Side 17
MENNTAMÁL 35 STEFÁN JÚLÍUSSON: Heimsóknir í skóla 1. Skóli Angelo Patri. Það var einn októbermorgun árið 1941, að við Stem- grímur Arason hittumst á neðanjarðarjárnbrautarstöðinni í 116. götu í New York- borg. Ég stundaði þá nám við kennaradeild Colum- bia-háskólans, og Stein- grímur var í þann mund sískrifandi og lesandi um uppeldismál og hlýddi raunar stundum á fyrir- lestra við háskólann. Nú höfðum við mælt okkur hér mót, því að við ætl- uðum saman í heimsókn í skóla. Var ætlun okkar að heimsækja skóla Angelo Patri. — Lestin kom von bráðar, og við stigum inn. Steingrímur fræddi mig á því, að Angelo Patri hefði verið einn af kennurum sínum, er hann stund- aði nám við háskólann tuttugu og fimm árum áður. Síðar hafði hann sagt lausri prófessorsstöðu sinni, því að hann taldi sig ekki taka nógu virkan þátt í uppeldisstarf- inu með því einu að kenna við háskólann. Þá gerðist hann skólastjóri við unglingaskóla uppi í Bronx, en svo heitir efsti hluti New York-borgar. Því starfi hafði hann

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.