Menntamál - 01.02.1944, Blaðsíða 29
MENNTAMAL
47
námsstjóri mætti þar iyrir ltönd fræðslumálastjórnarinnar. Sóknar-
presturinn, séra Eiríkur Brynjólisson á Útskálum, íærði skólanum tvo
sjóði að gjöf, og skal öðrum þeirra varið til verðlauna, en hinum til
sjúkrahjálpar. Einnig barst skólanum fjárupphæð lrá skipshöfn og
útgerð vélbátsins Onnu, og mun til þess ætlast af formanni skóla-
nefndar, Sigurði Guðmundssyni í Þórukoti, en liann er útgerðarmaður
bátsins, að fénu verði varið til þess að kaupa málverk eða annað,
sem skólanum sé til prýði. Hala Njarðvikingar sýnt mikinn áhuga
og dugnað í þessum lramkvæmdum.
Bókasafn
fyrir almenning hefur verið stofnað í Njarðvíkurlireppi nú í vetur,
en Njarðvíkurhreppur er nýr hreppur, sem áður var hluti úr Kefla-
víkurhrepp. Bókavörður er Eyjólfur Guðmundsson kennari.
Kvöldvölcu
helur Páll Sveinsson, kennari í Hafnaríirði, haft einu sinni í viku
í vetur nteð bekk sínum (7. B.). Á kvöldvökum þessum er lesið, sungið
og prjónað. Ætlað er, að hinir unnu munir gangi til Noregssöfnun-
arinnar.
Kennarafélag Hafnarfjarðar
heimsótti kennara í Laugarnesskóla í Reykjavík fyrir skömmu og
hélt fund með þeim. Umræðuefni: Réttritunarkennslan. í fyrravetur
héldu sömu aðilar sameiginlegan fund í Hafnarfirði.
Bambi
heitir nýútkomin barnabók, einhver hin prýðilegasta, er hér hefur
sézt, að öllu leyti. Þýðandinn, Stefán Júfíusson, segir svo um upp-
runa bókarinnar í formáfa, að hún sé „gerð af ameríska kvikmynda-
snillingnum Walt Disney. En Disney byggði bókina á heimsfrægri
skáldsögu eftir austurríkska rithöfundinn Felix Salten. Var hún met-
sölubók í hinum enskumælandi heimi á sínum tíma. Walt Disney
hefur gert fulllanga teiknimynd eftir sögu þessari. Er hún í eðli-
legum litum, gullfalleg mynd og glæsilegt listaverk. Kvikmyndin og
þessi bók Disney haldast mjög í hendur, hvað efni og frásögn snertir.
Fylgir Disney sögu Salten og lýsingum ntjög nákvæntlega, en heiur
þó skapað nokkrar nýjar persónur, eins og t. d. fitla kanínu-ungann
og skunkinn. Eiga þessi dýr í bókinni hinum mestu vinsældum að
fagna. Myndirnar eru og gerðar af Walt Disney.
Enski ritsnillingurinn John Galsworthy sagði um bók Felix Salten,
er hún fyrst kom út á ensku: „Bambi er dásamfeg bók, — dásamleg