Menntamál - 01.02.1944, Síða 9

Menntamál - 01.02.1944, Síða 9
MENNTAMÁL 27 málastjórnar. Það þýddi t. d. lítið, að fræðslumálastjórn setti upp reglur, ef kennarar vildu ekki fara eftir þeim, en hins vegar væri kennurum miklu hægra um vik, ef þeir hefðu reglur ofan að til að styðjast við. Má í þessu sambandi geta þes§, að kennurum hefur yfirleitt þótt vænt um ræður þær, er kennslumálaráðherra hefur flutt í útvarp og á uppeldismálaþingi um þessi efni. Það hefur líka komið til tals að fá gefnar út ákveðnar reglur, nokkurs konar kennslubók í einföldustu og sjálfsögðustu háttvísireglum. Yrði það gert, fyndu allir, að hér væri um ákveðna námsgrein að ræða, en kennslan yrði bæði munnleg og verkleg. Þarna kæmi starf heimilanna mjög til greina. Það mætti hugsa sér, að um leið og barn inn- ritaðist í skóla, fengi það heim með sér einhvers konar skilríki fyrir því, líkt eins og það fær fullnaðarprófs- skírteini, þegar það hefur lokið námi í skólanum, en á þetta innritunarskírteini væru skráðar og teknar fram helztu skyldur barnsins við skólann og jafnframt leitað samstarfs við foreldrana um, að barnið inni þessar skyld- ur sem bezt af hendi. Jafnframt hefur verið rætt um að gefa einkunnir fyrir framkomu. Enn fremur hefur komið til tals, að skólinn hefði auk hinna almennu umgengis- reglna sína sérstöku siði, líkt eins og kirkjan, ekki marga, en ákveðna og almenna." „Hafið þið rætt þetta frekar í einstökum atriðum?" „Við höfum hugsað okkur, að leikjastarfsemi barna væri mjög notuð til þess að kenna þeim háttvísi og umgengis- venjur og innræta þeim drengskap og þegnskap. Þá mætti líka gera meira að því í námsbókunum, einkum í lestrar- bókunum, að hafa áhrif á börnin í þessa átt. Auk þess má alls ekki gleyma því, að leikvangurinn, skólahúsið og húsgögn þess eru í raun og veru einu kennslutækin, sem skólinn hefur í þessari grein, eins og ég sagði áðan. Þegar þess er einnig gætt, að einmitt með skólagöngunni kom- ast börnin fyrst í snertingu og kynningu við opinberar

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.