Menntamál - 01.02.1944, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.02.1944, Blaðsíða 10
28 MENNTAMÁL framkvæmdir, sést enn betur, hve áríðandi er, að þessir hlutir séu þannig úr garði gerðir, að þeir auki virðingu barnsins fyrir hinni samstilltu heild þjóðfélagsþegnanna. Það þyrfti engu síður að vera til ákveðin reglugerð um húsbúnað skólanna en ýmislegt annáð.“ „Hvað viltu nefna af öðrum málum, sem þið hafið rætt á kennarafundunum?“ ,,Ég gæti til dæmis nefnt, að við höfum margt rætt um starfshögun í skólunum. Mikil áherzla hefur verið lögð á að temja börnum vandvirkni og góðar starfsvenjur. Þá hefur og verið rætt um hinar misjöfnu aðstæður barna og kennara til náms og kennslu. í farskólum og heima- vistarskólum er til dæmis heimanámið ákaflega mikil- vægt. Á því sviði hefur kennurum lítil hjálp verið léð, illa í hendur þeirra búið fyrir þær aðstæður. Þá vantar kennslugögn til þess að nota við heimavinnu og sjálfs- nám. Einnig vantar heppileg hjálpargögn til þess að nota við kennsluna, þar sem svo hagar til, að kenna verður samtímis í sömu stofu börnum á ólíkum aldri og þroska- skeiði. Væri það hið mesta þarfaverk, að gengið væri í að útbúa slík hjálpargögn.“ „En hvað geturðu sagt mér um vinnubrögð kennaranna sjálfra og kennslu þeirra?“ „Það er eitt af aðalverkefnum námsstjóranna að kynna sér, hvernig kennarar inna starf sitt af hendi. Er hér mikið umræðuefni og fjölþætt, og gæti ég sagt þér meira um það en allt, sem þú hefur áður hripað niður eftir mér.“ „Rúm Menntamála leyfir það því miður ekki að þessu sinni,“ segi ég, „og væri þó gaman að tala um þá hluti. En hver segir þú að tilgangurinn sé með að kynna sér þetta ?“ „Hann er margs konar. í fyrsta lagi er það flestum mönnum uppörvun, að tekið sé eftir því, hvernig þeir vinna starf sitt. Væri vel farið, ef hægt væri að láta menn njóta verka sinna, — til dæmis við veitingu

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.