Menntamál - 01.02.1944, Blaðsíða 27
MENNTAMAL
45
meðan á máltíðinni stóð. Ég man, að Steingrímur sagði
eitt sinn við dr. Patri: „Ég minnist þess, að í kennslu-
stund einni fyrir tuttugu og fimm árum lýstuð þér fyrir
okkur þorpsskóla. Þér röktuð sögu ungs kennara frá því
hann kom til þorpsins og mætti andspyrnu og erfiðleik-
um, þar til honum hafði tekizt að skapa þarna fyrir-
myndarskóla. — Ég hef oft hugsað um það síðan, hvort
saga þessi hafi verið sönn, eða hvort þér byggðuð hana
upp sem þátt í kennslu yðar.“ — Gamli maðurinn hugs-
aði sig um nokkra stund, brosti ljúflega og sagði því
næst: „Þetta var hugmynd. — Ég hefði aldrei komizt langt
í starfi mínu, hefði ég ekki átt mér hugsjón og ímynd-
unarafl."
Þegar við Steingrímur sátum aftur í neðanjarðarlest-
inni á leið niður í borgina, sneri hann sér einu sinni
snögglega að mér og spurði: „Heldurðu, að við munum
nokkurn tíma sjá slík vinnubrögð í framhaldsskólum
heima?“ Satt að segja var ég ekki við spurningunni búinn,
því að enn var ég með hugann of bundinn við það, sem
ég hafði séð og heyrt um daginn, til þess að hafa leiðst
inn á þessa sjálfsögðu hugsanabraut. Ég svaraði því ekki
fyrr en eftir nokkra stund, en þá sagði ég: „Já, því ekki
það? — En fyrst verður þó að framlengja skólaskyld-
una heima.“ „Já, það er alveg rétt,“ sagði Steingrímur
þá. „Það er mál, sem við ættum að vinna að, þegar við
komum heim.“
Stefán Jídíusson.