Menntamál - 01.02.1944, Qupperneq 5
MENNTAMÁL
23
lýsa þá með vindmyllum og á annan hátt, leiða í þá
vatn, mála húsin, bæta um húsgögnin og í fám orðum
sagt: gera þá vistlegri.“
„Já, húsgögnin, hvað segirðu um þau sérstaklega?"
„Þau hafa á mörgum stöðum verið óhæf, bæði frá
heilsufræðilegu og siðfræðilegu sjónarmiði. Námsstjóra-
fundur ræddi það mál vorið 1942, sérstaklega um skóla-
borð og sæti. Skrifstofa fræðslumálastjóra leitaði fyrir
sér um smíði á borðum í húsgagnavinnustofum í Reykja-
vík og víðar, en þar sem ekki var hægt að fá borð smíðuð
svo að neinu næmi, var látið gera vinnuteikningar af
skólaborðum og stólum, ef skólanefndir gætu þá séð um
smíði á þeim. En s.l. sumar var hægt að fá borð smíðuð
í Reykjavík og íþróttafulltrúa þá falið málið og gerði hann
nokkrar breytingar á fyrri teikningum, einkum frá heilsu-
fræðilegu sjónarmiði."
„Er það nú ekki það sjónarmið, sem mestu va.rðar?"
segi ég.
„Víst varðar það mestu,“ segir Bjarni. „En hitt er
og engan veginn lítils virði, að húsgögnin hafi bætandi
siðræn áhrif á börnin. Að mínu áliti ætti framkoma barna
að vera kennslugrein í skólunum, og kennslutækin væru
þá skólahúsið sjálft, húsgögn þess og umhverfi. Skólinn
má t. d. ekki vera miklu verr búinn húsgögnum að sínu
leyti en heimili barnanna, kennslustofan ekki stórum
lélegri en íbúðir þeirra. Skólahúsin, sem reist voru um
þær mundir, sem skólaskylda var hér lögleidd, 1907, — en
þau voru allmörg, — þoldu yfirleitt vel þennan saman-
burð á sínum tíma og fullnægðu vel þeim kröfum, sem
þá þurfti að gera til skólahúsnæðis. En þar sem þeim
hefur víða ekki verið haldið svo við sem skyldi og ekki
bætt við þau, þótt skólaskyldualdur barna hafi verið færð-
ur niður og bætt við nýjum námsgreinum, sem þurfa á
sérstökum kennslustofum að halda, svo sem leikfimi og
handavinnu, — þá fullnægja þau nú verr kröfum síns