Menntamál - 01.02.1944, Side 30

Menntamál - 01.02.1944, Side 30
48 MENNTAMÁL ekki éins íyrir börn, heldur einnig íyrir þá, sem ekki eiga lengur því láni að fagna að vera börn. Eg þekki naumast nokkra dýrasögu, sem stenzt samanburð við þessa ævisögu skógarhjartarins í sönnum skilningi, fegurð I lrásögn og næmri athugun." Má með sanni segja, að þessi ummæli Galsworthy eru ekki síður sönn urn liandbragð Walt Disney á verkinu.“ Ritstjóra Menntamála kcnuir bókin svo fyrir sjónir, að í þessu sé ekkert ofmælt. Um þýðinguna má geta þess, að hún er vönduð, lipur og lifandi. Bókaútgálan Björk gefur bókina út, en sú útgáfa hefur áður gefið út góðar barnabækur. — Kvikmyndin Bambi verður sýnd hér á landi bráðlega. — O. Þ. K. Bréfanámskeið í esperanto. Ólafur S. Magnússon kennari, Bergstaðastræti 50 B, Reykjavík, hefur komið á fót bréfanámskeiði í esperanto. Slík bréfakennsla í ýmsum greinum er mjög algeng erlendis. Bók sú, er Ólafur leggur til grundvallar við kennsluna, er upprunalega samin af ungverskum manni, dr. Ferenc Szilágyi, en síðan hefur einn af fremstu esperant- istum í Englandi, Fred Wadham, lagað hana til notkunar fyrir ensku- mælandi menn (4. útgáfa 1943). Ritstjóri Menntamála liefur séð bók þessa og einnig leiðbeiningar Ólafs og skýringar við tvo fyrstu kafla bókarinnar og verkefni til stflagjörðar úr ])ví námsefni, og þykist hann þess um kominn að fullyrða, að hægðarleikur sé að læra esper- anto til talsverðrar hfítar á þessu stutta og ódýra námskeiði (16 bréf —• 28 kr.). — Ólafur S. Magnússon tók kennarapróf vorið 1939. Kennarar og lcennarafélög eru beðin að senda Menntamálum sem oftast fréttir af sér og störfum sínum eða af öðru því, er til tíðinda má teljast á því sviði, er Menntamál láta tif sín taka. Ekki skulu menn setja það fyrir sig, þótt þeim þyki kannske frá litlu að segja, því að oft |)arf lítið tif að ýta við öðrum, en Menntamálum hins vegar ætlað að vera lifandi tengiliður milli kennara, en því aðeins megna þau það, að kennarar sem allra flestir og sem allra víðast láti þau verða vör við lífsmark með sér. ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA. Utgájustjórn: Ingimar Jóhannesson, Arngrímur Kristjánsson, Ólafur Þ. Kristjánsson, ritstjóri. Prentsmidjan ODDI h.f.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.