Menntamál - 01.02.1944, Qupperneq 26

Menntamál - 01.02.1944, Qupperneq 26
44 MENNTAMÁL smátt lærði kennarinn að skilja, að vöxturinn með sín- um knýjan'di krafti, hið frumstæða skapandi afl, er sjaldan fínt, fágað eða nákvæmt. Því fylgir rót í huga, hvikular hugsanir og óhamdar hreyfingar, áður en skeiðið er runnið, og fegurð, mýkt og friður ná völdum.“ Við snerum talinu að samstarfi skólans og heimilanna, en það er annar meginþátturinn í starfi dr. Patri, sem orð hefur af farið. Hann er ráðgjafi foreldra þar í ná- grenninu í vandamálum þeirra og sjálfsagður dómari í málum, sem snerta börn og unglinga. — Steingrímur Ara- son varpaði fram spurningunni: ,,Hvað álítið þér um kynningarstarf milli skólanna og foreldranna, foreldra- fundi og annað þess háttar, sem miðar að aukinni kynn- ingu milli skóla og heimilis?“ Gamli maðurinn þagði við um stund. „Ja, ég veit ekki hvað segja skal,“ sagði hann svo og brosti. Þá færðist hann í aukana og mælti: „Sko, þegar skólinn er hluti af umhverfinu eins og okkar skóli er orðinn, þá þarf ekki framar að hugsa upp ráð til þess að fá kennara og foreldra til þess að kynnast og ræða saman. Hér ganga foreldrarnir út og inn og sjá allt, sem fram fer. Mæðurnar skilja börnin sín stundum eftir hér í skrifstofunni hjá mér, þegar þær fara í vinnu, og við reynum alltaf að líta eftir fyrir þær og hjálpa til, ef þær þurfa með. Skólinn okkar er í þjónustu fólksins hér í umhverfinu, ekki aðeins barnanna, heldur allra. — Foreldrafundir og allt annað umstang af því tagi er aðeins til að sýnast, það hefur enga verulega stoð, þegar til lengdar lætur.“ Vegna sérstöðu Steingríms Arasonar meðal gestanna, bauð dr. Patri okkur að borða með sér hádegisverð. Við snæddum í matsal skólans, en hann er mjög stór. Geta nemendur keypt sér þar málsverð við vægu verði, og nota þeir sér það yfirleitt. Þetta tíðkast mjög í skólum vestra. Margt bar á góma um skólann og ýmis uppeldismál á

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.