Menntamál - 01.03.1944, Page 5
MENNTAMÁL
51
helgað sig skólastarfinu af heilum hug. Er ég sannfærð-
ur um það, að íslenzkir skólar mega vænta sér mikilvægs
starfs af honum.“
Þá er Helgi kom úr Þýzkalandsför sinni, gerðist hann
aftur kennari við Miðbæjarskólann og 1930—31 jafn-
framt aðstoðarmaður í fræðslumálaskrifstofunni. Frá
1931—34 var hann settur fræðslumálastjóri meðan Ás-
geir Ásgeirsson var ráðherra og síðar tvívegis, hvort
skiptið um nokkurra mánaða skeið. Annars hefur hann
jafnan verið skrifstofustjóri og fulltrúi fræðslumálastjóra,
og hefur alls starfað í fræðslumálaskrifstofunni á 14. ár.
Það er auðsætt af því, sem hér hefur verið sagt, að
meginstarf Helga Elíassonar, það sem af er ævinni, hefur
ekki verið kennslustarf, enda þótt hann hefði verið ágæt-
lega til þess fallinn, bæði vegna menntunar sinnar og
meðfæddra hæfileika. En dr. Niemann hefur eigi að síður
orðið sannspár um það, að hann mundi vinna mikilvægt
starf í þágu íslenzkra skóla.
Á þessum árum, sem hann hefur starfað sem fræðslu-
málastjóri eða skrifstofustjóri og fulltrúi, hefur hann
fengið víðtækari og að ýmsu leyti nánari kynni af íslenzk-
um skólum og skólamönnum en sennilega nokkur annar
maður á landinu. Það er og líklegt, að enginn ólöglærður
maður standi honum á sporði um þekkingu á skólalög-
gjöf landsins. Er hann svo næmur og stálminnugur á hið
helzta í löggjöf þessari, að furðu sætir, og er það honum
tiltækt, hvenær sem á þarf að halda. Staða hans gerir
honum unnt að vera í órofnu sambandi við skólastarfið
um allt land, sérstaklega þó í barnaskólunum, og áhugi
hans og löngun til þess að fylgjast með því og fræðast
um það dottar aldrei á verðinum. Allt þetta ásamt fjöl-
þættri kennaramenntun og skjótri og skarpri hugsun gerir
honum kleift að greiða fljótt og vel úr vandamálum og
leggja mönnum haldkvæmt lið. Er hann venjulega glögg-
ur með afbrigðum og skjótur til úrlausnar um skipulags-