Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 55 heimangönguskóli með viðleguskilyrðum. Vegna heima- vistarinnar getur hann verið stórum áhrifameiri menn- ingarstofnun en aðrir skólar. En búa verður þá svo að heimavistinni, að skólinn sé því verki vaxinn. En hvað sem því líður eru heimavistarskólarnir fyrst og fremst stofnaðir og reknir vegna þess, að nemendurnir geta ekki gengið daglega í skólann heiman að, enda eru flestir heimavistarskólar jafnframt heimangönguskólar að meira eða minna leyti. Þessi tvískipting nemenda er óhagkvæm, bæði frá félagslegu sjónarmiði og fyrir skólastarfið. Nota börn að vísu heimavistina sums staðar, þótt þau gætu gengið heim, en hitt er þó almennara, að þau börn, sem það geta, geri það, og leggja stundum heimfús börn meira á sig við heimangöngur þessar en heppilegt er vegna námsins. í farskólahéruðum ganga börn einatt býsna langar leiðir og torsóttar í skólann. Verður víða ekki hjá því komizt, og það þótt kennslustaðir séu fleiri en hagkvæmt er vegna kennslunnar. Er ekki allténd hægt að setja skól- ana þar, sem heppilegast væri fyrir heimangöngu, því að engum er skylt að hýsa hann. Hefur og legið við að leggja yrði niður kennslu í sumum farskólahverfum vegna þess, að skólinn fengi hvergi inni. Veldur því sjaldnast ógreiðvikni né húsnæðisvandræði, heldur fólksleysi, því að vitanlega er talsverður átroðningur að skólanum í einkahúsum og aukin vinna honum samfara, en þó sér- staklega, ef taka þarf börn til viðlegu. Verður því oft að láta börn ganga miklu lengri leið í skólann en for- eldrar þeirra og forráðamenn skólans vildu. Fastir heimangönguskólar eru í nokkrum sveitum og hefur farið fjölgandi á seinni árum. Ber margt til þess. Kennslutími er lengri á barn en í farskólum, og auðveld- ara að láta húsnæðið hæfa þörfum kennslunnar. Skóla- nefndir þurfa ekki árlega að standa í stríðu við að út- vega skólunum húsnæði og auðveldara að fá lærða kenn-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.