Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 22
68 MENNTAMÁL af spariskildingum sínum, eftir því sem efni leyfa, og safna fé og fjármunum meðal frænda og vina. Þau vinna einnig ýmsa muni ýmist heima eða í skólanum, sem annað hvort verða seldir eða renna í fatasöfnunina. Einnig verður tekið á móti loforðum um mánaðarlegan styrk til ákveðinna barna í Noregi. Þeim styrk er hægt að koma áleiðis strax fyrir væntanlega milligöngu sænskr- ar hjályarstarfsemi. Er það gert með samþykki þýzkra yfirvalda, en bundið því skilyrði, að styrkurinn sé veitt- ur ákveðnu norsku barni og sé ekki hærri en 80 krónur á mánuði. Svíar í Noregi munu útvega nöfn slíkra fóstur- barna. Forstöðumenn barnaskólanna sjá um söfnun hver í sínu skólahverfi, en framkvæmdanefnd S. í. B. hefur yfirum- sjón og annast úthlutun. Fræðslumálastjóri hefur sýnt máli þessu þá vinsemd, að lofa aðstoð fræðslumálaskrif- stofunnar við söfnunina úti um land. Skrifstofan mun einnig hafa á hendi aðalbókhald og fjárgeymslu. Fé því, er safnast, verður varið að nokkru leyti til kaupa á vörum, er hentugar þykja (t. d. lýsi og barna- fatnaði), og þær síðan sendar börnum í nágrannalöndum, eftir því sem leiðir opnast. Miklar líkur eru til þess, að hægt verði áð senda vörur til Noregs í næsta mánuði með aðstoð íslenzkra og sænskra yfirvalda. Þá verður og sennilega varið nokkru fé til þess að greiða mánaðar- styrki, eins og fyrr var greint. Óvíst er, hvernig hjálp verður komið áleiðis, fram yfir það, sem nú hefur sagt verið. Framkvæmdanefndin stend- ur í sambandi við íslenzk yfirvöld og fulltrúa erlendra ríkja hér á landi um það mál og hefur fengið beztu undir- tektir um fyrirgreiðslu. í nafni Sambands íslenzkra barnakennara heitum við undirritaðir því á foreldra og vini íslenzkra skólabarna að bregðast nú fljótt og vel við þessari málaleitun, svo að söfnun þessi megi verða að liði, ekki sízt þar sem vissa

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.