Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 10
56 MENNTAMÁL ara að þeim skólum, vegna betri launakjara og starfs- skilyrða. Þeir hafa og víða orðið hreppum ódýrari í rekstri en farskólarnir, eftir að vísitalan hækkaði til verulegra muna. En á hinn bóginn styttist ekki skóla- vegur barnanna, þótt farskóla sé breytt í fastan heiman- gönguskóla. Er hann og víða allt of langur og erfiður í þessum skólaflokki. Það hefur komið til orða, að setja ákvæði í lög eða reglugerð um hvað ætla megi börnum lengsta heiman- göngu í skóla. Væru það að vísu þörf fyrirmæli, en þó engar samgöngubætur. Nokkur börn ganga að óþörfu langar leiðir í skólann, en fyrir flestum er það ill nauð- syn. Foreldrar og forráðamenn skólanna skilja yfirleitt, að barn, sem kemur uppgefið af göngu í skólann eða úr honum heim aftur, á erfiðara með nám en líkamlega óþreytt barn. Foreldrar og kennarar hafa líka oft áhyggj- ur af börnum, sem verða ein síns liðs að þreyta langa göngu í illviðri um torsótta og stundum villugjarna leið úr skóla og í. Vitanlega má fylgja börnunum í skólann og sækja þau aftur, og er það stundum gert í vondum veðrum, en einyrkjabændur og húsfreyjur hafa lítinn tíma til þess, þegar skólavegur er 1—2 tíma gangur hvora leið. Þrátt fyrir þessar löngu skólagöngur, verður kennarinn oft að sitja yfir sárfáum börnum. Kennsla þeirra verður því tiltölulega mjög dýr. Liggur svo í augum uppi, að færri og stærri skólar eru ódýrari í rekstri og að stofn- kostnaði heldur en margir skólar og fámennir, að óþarfi er að færa rök að því. Annað mál er það, að barnaskólar geta orðið of stórir, en sú hætta vofir áreiðanlega ekki yfir strjálbýlinu að sinni. Fjarlægðirnar koma í veg fyrir það, þótt þær hins vegar þyngi mikið skólakostnaðinn, valdi mörgu barni miklu erfiði og auki foreldrum og kennurum áhyggjur.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.