Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL 53 inn og ákafinn við hvað euia svo mikill, að hann virðist varla unna sér nokkurrar verulegrar hvíldar fyrr en verkinu er lokið, en þá vill oft fara svo, að þegar einu verkinu lýkur, taki annað jafnskjótt við. Munu því hvíld- arstundirnar oft vera ærið naumar. En það sér hvergi á Helga Elíassyni. Hann er alltaf jafn rösklegur, fullur af lífi og krafti, glaður og reifur og jafnlyndur, en getur þó einstöku sinnum skipt skapi í svip, ef hann mætir stakri ósanngirni eða taumlausri frekju og firrum, og er slíkt sízt að lasta. Munu og allir sammála um það, að í öllum sínum störfum og önnum hafi hann aldrei reynzt á annan veg en heill og sannur drengur. Þótt Helgi sé bæði hraðvirkur og mikilvirkur, er hann jafnframt velvirkur, og kemur þetta hvarvetna fram í öllu hans starfi í fræðslumálaskrifstofunni. Hann hefur og þann fágæta hæfileika, að geta stokkið úr einu starfi í annað, aftur og aftur, eftir því, sem þörfin krefur, og sökkt sér þó samstundis niður í hvert verkið um sig með allan hugann á því einu. Helgi hefur ekki komizt hjá því að takast á hendur fleiri störf en aðalstarf sitt, enda mun hann ekki geta neitað nokkrum félagsskap, sem helgar sig fræðslu- eða mannúðarmálum, um liðsinni. Hann er varaformaður Blindravinafél. Isl. og í stjórn Barnavinafél. Sumargjafar. Helgi Elíasson er kvæntur Hólmfríði Davíðsdóttur kaup- manns, Kristjánssonar, og konu hans, Halldóru Arnljóts- dóttur, prests, ólafssonar á Sauðanesi. Er Hólmfríður hin mesta ágætiskona og hvers manns hugljúfi. Hefur hún átt við mikil og þungbær veikindi að stríða, en hefur þó óbugað þrek sitt og glaðlyndi. Þau Helgi eiga prýði- legasta heimili og þrjú mannvænleg börn. Eru þau hjónin samvalin um rausn, frjálsmannlega og glaðlega fram- komu og ástúðlegt viðmót. Mun heimili þeirra hafa fengið að vita af því, hve vinsæll húsbóndinn er, daginn, sem hann varð fertugur. Jakob Kristinsson.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.