Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL
73
ekkert eftir, þótt talað sé í návist þess, það talar ekki
sjálft, það byrjar að nota bendingar til að láta í ljós
óskir sínar og þarfir, og oft er göngulag þess þunglama-
legt, og það hálfdregur fæturna.
Það er sjaldnast hægt að segja um það með fullri
vissu, hvort barn sé heyrnarlaust, fyrr en það er 3—4
ára gamalt.
Þegar foreldrar og vandamenn hafa fengið fulla vissu
um þetta böl barnsins síns, breytist viðhorf þeirra til
þess og oft ekki til bóta fyrir barnið. Foreldrarnir vilja
þá gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að gera barn-
inu lífið sem þægilegast og bæta því upp það, sem það
fer á mis við sökum heyrnarleysisins, og kemur þetta,
því miður, oft fram í því, að þeir reyna eftir megni að
uppfylla allar óskir barnsins, og áður en þeir vita af, er
litli heyrnarleysinginn orðinn furðu vægðarlaus harð-
stjóri. Þegar það er vitað með vissu, að barn sé heyrnar-
laust, er ekki hægt að gera neitt betra fyrir það en að
koma því á málleysingjastofnun, þar sem því er kennt
að tala að svo miklu leyti, sem það er mögulegt, og getur
það þá orðið nýtur þjóðfélagsborgari þrátt fyrir heyrnar-
leysi sitt. Það nám, sem bíður heyrnarlausu barnanna,
er bæði langt og erfitt, og þau verða óhjákvæmilega að
leggja á sig meiri og harðari andlega vinnu en menn
geta yfirleitt gert sér hugmynd um, og sjaldnast verður
árangurinn svo mikill, að heyrnarleysið setji ekki merki
sitt á sálarlíf þeirra alla æfi.
Því fyrr, sem hægt er að byrja að kenna heyrnarlaus-
um börnum, því betra. Nú orðið er alls staðar reynt að
kenna þeim að tala, þótt þau heyri ekki sitt eigið mál,
en til þess eru bæði heyrnarlaus og heyrandi börn hæf-
ust á aldrinum 2—7 ára.
Það geta fáir gert sér grein fyrir þeirri byrði, sem
heyrnarleysingjarnir verða að bera, oft jafnvel ekki
kennarar þeirra og foreldrar. Það er því fullkomlega