Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 57 Tæknin sigrar fjarlægðirnar. Fjarlægðir milli landa og landshluta eru óðum að hverfa vegna vaxandi tækni, en yngstu ferðalangarnir okkar, skólabörnin í strjálbýlinu, hafa lítið notið hennar enn sem komið er. Vegakerfi ríkisins fullkomnast ár frá ári og hið sama má segja um vegakerfi sýslna og hreppa. Bílar fara nú daglega um flesta hreppa á Suðurlandi til mjólkurflutninga og flytja jafnframt vörur til bænda. Margir bændur eiga að vísu enn langa og erfiða leið á bílveginn. En þeim fækkar óðum eftir því, sem vegirnir lengjast innan sveitar. Og með hliðsjón af hraðvaxandi vegagerðartækni og aukinni viðskiptaþörf er óhætt að fullyrða, að þess verður ekki mjög langt að bíða, að svo að segja hver bóndi í langsamlega flestum hreppum sunn- an lands að minnsta kosti getur haft um það bil dagleg verzlunarviðskipti. Bættir vegir og mjólkurbílar hafa þegar breytt mörg- um strjálbýlum sveitum í þéttbýli á sviði verzlunarmála, og fleiri bætast í þann hóp í náinni framtíð. En mjólkur- bílarnir hafa komið skólabörnum að litlu liði, enda er bílum þessum ætlað annað hlutverk. En það liggur í augum uppi, að nota mætti bíla til að flytja skóla- börnin í flestum þeim sveitum, sem bílar fara daglega um til mjólkurflutninga, og það því fremur sem flytja þarf mjólkina víðast hvar miklu lengri leið en börnin. Hef ég bæði nú í haust og í fyrravetur rætt við skóla- nefndir og forráðamenn hreppsmála um að flytja skóla- börn í bílum, þar sem vel hagar til í því efni á eftirlits- svæði mínu, og hvarvetna fengið góðar undirtektir. I1 < * >' i ’* ; - - , - * T 1 Verkefni skólabíla. f vissum hreppum og þó fremur sérstökum hreppshlut- um hagar þannig til, að nota mætti mjólkurbílana til að

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.