Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 6
52
MENNTAMÁL
mál skóla og fyrirkomulag. Er enginn efi á því, að í starfi
því, sem hann hefur nú gegnt um nálega hálfan annan
áratug, hefur hann haft aðstöðu til þess að vinna skóla-
málum landsins fleira og meira til framdráttar og bóta
en unnt hefði verið fyrir hann sem skólastjóra eða kenn-
ara. Þetta kann þó ef til vill ekki að liggja mönnum í
augum uppi, því að margt af því, sem Helgi hefur lagt
vinnu í og hrundið áleiðis, er þann veg vaxið og gert,
að lítið ber á því. Eigi að síður mun það sanni næst, að
hann eigi með einum eða öðrum hætti sinn þátt í fram-
kvæmdum og upptöku margra þeirra umbóta og lagfær-
inga, sem orðið hafa á sviði skólamálanna, sérstaklega
þó barnaskólamálanna, hinn síðasta áratug. Er og ekki
ofmælt að segja, að hann sé sí og æ á verði um það, að
fá unnið skólamálum landsins eitthvert gagn. Þeir munu
og færri í flokki skólamanna, að minnsta kosti meðal
barnakennara, sem Helgi hefur ekki veitt nokkurn at-
beina eða gert greiða með einhverjum hætti, því að hann
er allra manna greiðasamastur og viðbragðsskjótastur
til liðveizlu, hvar sem hann má hönd til rétta. Er því
ekki að undra, þótt hann sé frábærlega vinsæll og njóti
trausts fræðslumálastjórnar og kennara. Ber það meðal
annars vott um traust fræðslumálastjórnarinnar, að hann
var skipaður í milliþinganefnd í skólamálum, enda er
hann ómissandi maður þar.
Þess hefur verið getið hér að framan, hversu unglegur
Helgi sé, enda þótt fimmti áratugur hans sé nú hafinn.
Vantar þó ekki, að hann hafi unnið sleitulaust um dag-
ana. Er þar skemmst af að segja, að hann er með af-
brigðum ósérhlífinn og mesta hamhleypa til allra verka,
hvort sem um skrifstofustörf, embættisferðalög eða önnur
störf er að ræða, svo sem smíðar og húsamálun. Hann
hefur það nefnilega til, ef tómstund gefst, að smiða sitt-
hvað heima fyrir, breyta herbergjaskipun, færa til veggi
og dyr ög mála allt sjálfur í hólf og gólf. Er dugnaður-